þriðjudagur, janúar 30, 2007

Útivist á Sunnudaginn

Ég er því miður að vinna á Laugardaginn en mér datt í hug ef veðrið verður gott hvort við ættum að gera eitthvað skemmtilegt á sunnudaginn. Reyndar má alltaf fara í hellaskoðanir þótt veður sé vont. Endilega sýnið smá lit og drullið ykkur út og klæðið ykkur vel í 66°north föt :)

fimmtudagur, janúar 25, 2007

2 dagar í búningapartý Jakanna

Þá fer hver að vera síðastur til að redda sér búning fyrir laugardaginn. Elli stefnir væntanlega á að sigra þessa keppni eins og síðast, en samt hafa ekki komið neinar yfirlýsingar frá honum. Kannski er hann ekki eins sigurviss eins og síðast. Doddi situr líklega sveittur við saumavélina í þessum töluðu orðum að leggja lokahöndina á vinningsbúninga. Mæting er kl. 20 í Kópavoginn og finnst mér að allir ættu nú að koma með eitthvað með sér eins og snakkpoka og þess háttar. Hvernig líst fólki á það? Svo er auðvita fullt af fólki sem drekkur ekkert annað en óáfenga drykki og þá þarf að vera gos á staðnum. Það ætti að vera nóg fyrir húsráðendur að þurfa að taka til daginn eftir.

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Jakavarningur til sölu


Fór og lét gera eitt prufueintakaf jakabol í Merkt í faxafeni (hinu meginn við 66°). Ég átti bolinn sjálfur en merkingin kostaði bara 1590kr fyrir 18cm merki á bolinn. Jaka merkið er semsagt til í tölvunni þarna hjá þeim og það er hægt að prenta það á hvað sem er og í fullt af litum. Ykkur er frjálst að gera hvað sem þið viljið með þetta merki svo lengi sem það er innan siðsamlegra marka. Svo ef einhver mikill áhugi er þá er hægt að fá 5% afslátt fyrir fimm boli og svo 10% fyrir 10 og svo framvegis, svo ég segi látum prenta á 100 boli og fáum þetta frítt hehe.

4. dagar...


í framtíðinni verður svo hægt að hafa búningapartý ísmolanna :)

sunnudagur, janúar 21, 2007

6 dagar til stefnu

Nú eru bara 6 dagar þar til hið magnaða búningapartý Jakanna verður haldið, og að þessu sinni í Kópavogi. Vonandi að sem flestir geta mætt, en það væri gaman ef þeir sem ætla að mæta setji inn athugsemd þess efnis inná síðuna. Í fyrra var svaka stuð og það verður örugglega ekki minna stuð núna. Endilega látið heyra í ykkur. Hvað finnst fólki um verðlaun fyrir fyrsta sætið eins og í fyrra? Allir að koma með 2 auka bjóra sem verða þá í verðlaun. Hugmyndaflugið á Þrastarhöfðanum er ekki ýkja mikið en samt eru komnir tveir búningar sem verða frumsýndir á laugardaginn. Svo er bara spurning hvenær mæting sé í Kópavoginn?

Fyrsta ferð ársins 2007

Leiðarendi


Ég og Reynir fórum í hellaskoðun í morgun (ákveðið með mjög stuttum fyrirvara svo sorry þeir sem hefðu viljað með). Hellirinn var Leiðarendi (N 63°59.082´ W21°50.582´) Helvíti hressandi hellir, tvær leiðir sem við fórum annars vegar bara beint inn af augum inn í hellinn og svo í aðra leið á bakaleiðinni til hægri hjá fyrsta grjóthruninu. Svolítið erfið þessi seinni, þurftum að smukra okkur milli steina, dropasteina og grýlukerta. Hefði líkað hjálpað að vera með góðar hnéhlífar svo að það er aldrei að vita nema þessi hellir verði skoðaður aftur.

Reynir kominn á botninn með nýja hjálminn sinn.

Hér er svo ein af köppunum sem létu sig hafa það og drifu sig út að gera eitthvað

Hlakka til að hitta sem flesta Jaka á Laugardagin, hvað sem þið verðið.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

tralalaaa

11 dagar í búningafrumsýninguna. Blyngbrekkan er tilbúin með sína búninga vona að ykkur hinum gangi vel að leggja loka hönd á ykkar. Ég krosslegg fingurnar um að passa ennþá í minn, en miðað við hvað Bumbus stækkar þá eru líkur að ég verði eins og strekktur köttur. Búningurinn minn er samt ekki kattarbúningur.

Þar sem flestir eru búnir að leggja blessun sína á Fossvoginn þá hlökkum við til að sjá ykkur laugardaginn 27. janúar í Víðigrund 9 (held að flest ykkar hafa komið þangað áður, ætti ekki að vera erfitt að finna þetta).

Eigum við að hafa verðlaun eins og í fyrra, allir komi með 2 bjóra til þess að leggja í púkk?

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Stelpa var það heillin

Arnrún (og ég) fórum í 20. vikna sónar í dag og þá kom barasta í ljós að lítil Þórðardóttir mun koma í heiminn í lok maí. Allavega sagði ljósmóðirin það með nokkuð góðri vissu. Þar með er ljóst að með þessu sparast kaup á takkaskóm og fótboltum. Bara hið besta mál myndi ég ætla.

PS. Ég kem í boltann á fimmtudaginn.

Kveðja,
Doddi og Addú

föstudagur, janúar 05, 2007

Hvar á partýið að vera ?

Við getum boðið fram húsnæði undir búningapartýið. Nokkuð miðsvæðis fyrir alla, staðsetningin er Víðigrund í Kópavogi (Fossvoginum). Við verðum að passa Birtu og Úu og höfðum því einbýlishús til umráða þessa helgi.