miðvikudagur, júlí 27, 2005

Myndir

Ég smellti inn nokkrum myndum frá Fimmvörðuhálsgöngunni. Eru þessar myndir frá henni Ástu og er engin ábyrgð tekin á því sem að þar kemur fram.

Kveðja,

ReynirJ

Rútan hans Steina frænda


Að lokum er svo mynd af rútunni hans Steina frænda sem að flutti hluta af dótinu okkar í Þórsmörk og fengum við far með henni frá Þórsmörk.

Varðeldurinn


Eftir að hafa sofnað eftir gönguna og borðað kvöldmat tók við varðeldurinn. Þar var nokkuð af fólki og mörg vandamál heimsins voru leyst í rökræðum.

Í þokunni


Á tímabili lentum við í svarta þoku og kom það sér því vel að hafa stimplað inn hnitin áður en að haldið var af stað í ferðina.

Hæsti punktur


Þegar loksins hæsta punkti var náð sáum við loksins niður í Þórsmörk. Þar tók við ógleymanlegt útsýni þar sem að þokan fyllti dalina og upp úr stóðu fjallstopparnir.

Utanhús


Aðrir létu sér nægja að finna sér góðan stað utandyra í urðinni sem að þarna var til að hvíla sig.

Innanhús


Sumir fundu sér húsaskjól og góða dýnu til að hvíla sig á.

Hvíldarstopp


Eftir að hafa komið yfir göngubrúna sóttist ferðina hægar og þreyta var komin í mannskapinn. Hvíldarstopp urðu tíðari.

Við Göngubrúna


Sóttist ferðin hratt til að byrja með og gengum við framhjá mörgum fossum eins og skiltið ber með sér.

Við Skógarfoss


Þarna erum við á leið upp tröppurnar við Skógarfoss. Var það ekki létt verk og voru sumir að spá í að hætta bara við ferðina yfir Fimmvörðuhálsinn.

sunnudagur, júlí 24, 2005

Næsta Helgi

Hvað á svo að gera næstu Helgi? á að fara í útilegu eða bara hanga heima eða í vinnunni? Ég og Herdís stefnum allavega eitthvað með Ástralska kristniboðan sem er að koma að heimsækja okkur.Kannski það fari bara eftir veðri. En hvað með ykkur?

föstudagur, júlí 22, 2005

Fimmvörðuháls

Ætli það sé ekki kominn tími á að rjúfa þessa þögn í sambandi við ferðina yfir Fimmvörðuháls. Hófst hún um fimmleytið á föstudeginum þegar rúta var tekin frá BSÍ á Skóga. Þar var ég (Reynir) mættur ásamt Hilmari og Herdísi. Einn dulinn Jaki lét sjá sig einnig, Viðar, en ákvað að koma samt ekki með. Ásta og Stebbi biðu við Vífilfell og komu þar inn í rútuna. Fengum við sér rútu alla leið á Selfoss en vorum þar neydd til að skipta við lítinn fögnuð viðstaddra.

Komum við á Skóga um átta leytið og var lagt af stað stuttu seinna. Eftir að hafa loksins komist upp tröppurnar við Skógarfoss voru farnar að renna tvær grímur á hluta leiðangursmanna meðan hinn hlutinn ákvað að fækka fötum við mikinn fögnuð annars gönguhóps sem að fylgdi okkur fast á eftir.

Veðurútlit var sæmilegt og ljóst að nokkur þoka og rigning yrði á leiðinni. Var síðan haldið af stað í ágætu veðri. Ferðin sóttist hratt til að byrja með og var gengið um grasi grónar hlíðar með marga fagra fossa sér á vinstri hönd. Snarlið og pelinn hélt orku og hita á manni.

Þegar komið var að göngubrúnni var fyllt á vatnsbirgðirnar og stefnt á Baldvinsskála. Var þá nokkuð farið að dimma og veður versnað. Sá orðrómur í hópnum um að snúa við var orðinn nokkuð sterkur en þrjóskan hafði betur í þetta skiptið. Eftir langa göngu var loksins komið í Baldvinsskála. Þar var gott hlé tekið og snæddur matur. Hluti gönguhópsins hafði litla orku eftir og nýtti tímann á forlátri dýnu sem að þarna var.

Eftir að hafa hlaðið batteríin var svo haldið aftur af stað. Gekk þessi hluti ferðarinnar hægt til að byrja með. Erfiðar brekkur og snævi þaktur hálsinn aftraði förinni. Að lokum var svo hæsta punkti náð og farið að sjást niður í Þórsmörk. Við það kom auka orka í mannskapinn og haldið var niður Bröttufönnina. Við henni tók Heljarkamburinn og Morinsheiðin. Þar lentum við í svartaþoku og hafði það komið sér vel að stimpla inn hnitin áður en ferðin hófst.

Af Morinsheiðinni var svo gengið niður á Kattarhryggina og komið niður í Þórsmörk rétt fyrir sex. Þar var Steini frændi með búnaðinn okkar og tjöldunum var slegið upp. Ekki var mannskapurinn lengi að sofna og var sofið vel fram á næsta dag. Hluti hópsins ákvað að skella sér í sturtu daginn eftir meðan hinn hlutinn ákvað að nýta tímann til frekari svefns. Að lokum um tvö var ákveðið að grilla pulsur til að fá smá orku í kroppinn. Eftir það var aftur lagst til svefns því rigningin var orðin nokkuð mikil á þessum tímapunkti.

Vöknuðum við aftur áttaleytið um kvöldið og aftur var grillað. Þá rann bjórinn ljúft niður og stuttu seinna var kveikt í varðeldinum. Við hann var setið, sungið og trallað eitthvað frameftir. Þar var mikið af ólíku fólki. Má þar nefna írska járnabindingamanninn sem að brenndi stórt gat á buxurnar sínar, íslenski verkstjórinn sem að var otandi mountain dew að öðrum hverjum manni og hinn íslenski crocodile dundee eins og einhver sagði.

Daginn eftir var haldið heim á leið og sóttist hún mjög hægt sú ferð. Fyrst fannst mikill gasfnykur og var það að lokum leyst. Síðan fór festing við drifskaftið sem að aftraði förinni verulega. Heim var þó að lokum komið. Þar sem að ég tók nú ekki margar myndir þá vil ég sjá nokkrar myndir frá henni Ástu fljótlega birtast á heimasíðunni.

Takk fyrir mig

Áróðursmálaráðherra

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Fimmtudagurinn

Jæja þá er allt komið á hreint, Steini frændi eins og við skulum kalla hann er búinn að taka frá sæti fyrir okkur og við getum komið farangrinum til hans á morgun. Rútan hans er uppí hesthúsahverfi svo best væri að ef þið gætuð bara komið draslinu til okkar fimmtudagskvöldið (á morgun) í Kópavog, Víðigrund 9 verðum þar í kvöldmat og eitthvað fram eftir kvöldi. Við mundum þá bara skutla þessu í rútuna hans. segjum það þá bara sjáumst á morgun.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Plan B

Ég þori nú varla að segja þetta, en eigum við ekki að hafa plan B ef að það verður ömurlegt veður á Fimmvörðuhálsi næstu helgi. Ekki það að ég búist við því á okkar ástkæra landi, en maður veit aldrei. Stebbi er kominn mjög langt með Gúrkuna þannig að það væri kannski hægt að fara eitthvað á henni þar sem að í henni er pláss fyrir 7. Það væri þá kannski hægt að fara í eitthverja aðra hálendisferð, nú eða bara á bryggjuball með Dodda á Ströndum.

föstudagur, júlí 08, 2005

Samband

Mér tókst einhvernveginn að klúðra röðinni á kortunum en það skiptir kannski ekki öllu máli. Hins vegar kom það út í mjög lélegri upplausn og því vil ég benda á að þeir sem vilja fá þetta í betri upplausn hafi bara samband við mig og ég sendi um hæl.

Þriðji hluti

Hérna er svo þriðji og síðasti hluti kortsins. Þar má sjá hvar við munum koma niður í Þórsmörk. Við munum hins vegar ekki ganga alla þessa leið niður í Langadal. Hins vegar munum við enda í Básum sem að er aðeins styttra eins og má sjá á kortinu.

Þetta verður skemmtilegt, góða ferð!!

Annar hluti

Hérna er annar hluti af kortinu sem að sýnir hæstu hluta Fimmvörðuháls. Þar má sjá Baldvinsskála og skála Útivistar.

Ef við ákveðum að gista á hálsinum þá förum við í annan hvorn skálann. Mæli frekar með þeim seinni því þar er ekki fúkalykt eins og í Baldvinsskála.

Myndir af Fimmvörðuháls

Ég skannaði inn kort sem að ég á af Fimmvörðuhálsi til að fólk gæti séð hvert það er að fara og aðrir fylgst með líka. Þetta er fyrsti hlutinn sem að sýnir hvar við munum leggja af stað frá Skógum og áleiðis upp á hálsinn.

Þess má geta að gula línan er akvegur sem að er áleiðis upp í Balvinsskála sem að stendur uppi á hálsinum en rauða línan er gönguleiðin sem að við munum koma til með að ganga.

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Fimm eða sex? vörðuháls! hvaða vitleysa

Jæja þá erum við aðeins búinn að tala við frænda herdísar eða Steina frænda. Hann getur tekið allan farangurinn og jafnvel hesta líka á föstudaginn. Svo er spurning um heimferðina á sunnudaginn getum kannski öll fengið far í bæinn með Steina frænda, fer eftir hvað margir fara með honum í Mörkina. Annars verður bara farið með áætlunarbíl. Svo ætlum við reyndar að athuga með leiguflug á flugvöllinn á Skógum (7 sætavél) tekur styttri tíma en bíll og er hugsanlega ódýrara en rúta þeas ef við náum að fylla vélinna.
segjum bara að á mánudaginn verði síðasti séns að melda sig í ferðina og þá ætti að skírast daginn eftir hvort við getum öll fengið far í bæinn.
Kv Himmi&Herdís

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Einn léttur í hádeginu

Var að lesa einhverja heimasíðu og rakst á þennan. Varð að deila honum því mér þótti hann mjög fyndinn.

John and Bill are talking one day and get on the conversation of a local whorehouse, John keeps going on and on about this one hooker there who can whistle while giving a blow job... Bill is quietly disbelieving while his friend keeps extolling the virtues of this specific girl... A few days later Bill finds himself in the area of that whorehouse and cant help recalling what his friend had told him, and just cant get that off his mind. So he pulls around and goes into the whorehouse. A few minutes later hes inside talking to the madam of the house. Glad to meet you, we have every type of girl you can want here, just tell me what you like and Ill set it up the madam says.He explains about the hooker that can whistle while giving a blowjob, and the madam, makes a bit of a face and while shaking her head, points up the stairs Third floor, fourth door on the right she tells him, and up he goes.After entering the room, he sits down on the bed, a few moments later in walks this fairly attractive woman, they start out talking, and a little bit later shes explaining prices and things to him, when he pops the question about the whistling blowjob. Oh, that.... all right, fine, thatll be $100Ok the man repliesAnd moments later the man is enjoying his blowjob and she begins whistling. The man is just AMAZED He stutters out I, I, I I have GOT to know how you do thatTrust me, you dont want to knowOh please, Come on, Ill double you price, thats $200 for one blowjob he saysNo, trust me, you do NOT want to knowI absolutely have to..... $500 PLEASEHrmmm, the money would be nice, but no, I think it would be best if you didnt know... Just trust me on this, you do NOT want to know she explains...By this point the man absolutely has to know.... Sheesh, Ok $1000 if you tell me how youre doing thatShe pauses for a moment (the blowjob has been continuing this whole time) Ok, fine, but dont say I didnt warn you The lady stops what shes doing, walks to the other end of the room, turns on the light, and........ there next to the man lies a glass eye.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Fimmvörðuháls

Sæli Jakar,
Stefnan er sett á fimmvörðuháls 3.helgina í júlí eða 15-17. hverjir ætla með? og ekki einu sinni láta ykkur detta það í hug að skrifa eitthvað við komumst kannski, það er bara farið eða ekki farið. Við erum kominn með smá ferðaplan það er semsagt að taka rútu úr bænum föstudagskvöld að skógum eða keyra eitthvað áleiðis og taka þaðan rútuna. Við erum hugsanlega búinn að redda því að þyngsti fangurinn eins og matur, drykkir, fótboltar, frisbí, sleggjur, rifflar, rafgeymar, einingarhúsið og svo framvegis geta verið fluttir í þórsmörk fyrir okkur svo við þurfum ekki að bera mikið. Ekki alveg komið á hreint hvernig við komumst til baka en það er enþá smá tími í þetta svo nú er að byrja að skipuleggja. ég endurtek þar með fyrstu spurninguna og feitletra Hverjir ÆTLA með?
Kv Hilmar Ímyndarsköpuður
p.s. ætla einhverjir Jakar að kíkja í sveitina til mín um helgina
p.p.s. já Elli þú þarft ekki að svara þessu

föstudagur, júlí 01, 2005

lokaflautið komið á fótinn

doddi að segja íþróttafréttir. Já já, frá enska boltanum.