Myndir
Ég smellti inn nokkrum myndum frá Fimmvörðuhálsgöngunni. Eru þessar myndir frá henni Ástu og er engin ábyrgð tekin á því sem að þar kemur fram.
Kveðja,
ReynirJ
FÉLAG HÁSKÓLAMENNTAÐRA ÚTILEGUMANNA
Ég smellti inn nokkrum myndum frá Fimmvörðuhálsgöngunni. Eru þessar myndir frá henni Ástu og er engin ábyrgð tekin á því sem að þar kemur fram.
Hvað á svo að gera næstu Helgi? á að fara í útilegu eða bara hanga heima eða í vinnunni? Ég og Herdís stefnum allavega eitthvað með Ástralska kristniboðan sem er að koma að heimsækja okkur.Kannski það fari bara eftir veðri. En hvað með ykkur?
Ætli það sé ekki kominn tími á að rjúfa þessa þögn í sambandi við ferðina yfir Fimmvörðuháls. Hófst hún um fimmleytið á föstudeginum þegar rúta var tekin frá BSÍ á Skóga. Þar var ég (Reynir) mættur ásamt Hilmari og Herdísi. Einn dulinn Jaki lét sjá sig einnig, Viðar, en ákvað að koma samt ekki með. Ásta og Stebbi biðu við Vífilfell og komu þar inn í rútuna. Fengum við sér rútu alla leið á Selfoss en vorum þar neydd til að skipta við lítinn fögnuð viðstaddra.
Jæja þá er allt komið á hreint, Steini frændi eins og við skulum kalla hann er búinn að taka frá sæti fyrir okkur og við getum komið farangrinum til hans á morgun. Rútan hans er uppí hesthúsahverfi svo best væri að ef þið gætuð bara komið draslinu til okkar fimmtudagskvöldið (á morgun) í Kópavog, Víðigrund 9 verðum þar í kvöldmat og eitthvað fram eftir kvöldi. Við mundum þá bara skutla þessu í rútuna hans. segjum það þá bara sjáumst á morgun.
Ég þori nú varla að segja þetta, en eigum við ekki að hafa plan B ef að það verður ömurlegt veður á Fimmvörðuhálsi næstu helgi. Ekki það að ég búist við því á okkar ástkæra landi, en maður veit aldrei. Stebbi er kominn mjög langt með Gúrkuna þannig að það væri kannski hægt að fara eitthvað á henni þar sem að í henni er pláss fyrir 7. Það væri þá kannski hægt að fara í eitthverja aðra hálendisferð, nú eða bara á bryggjuball með Dodda á Ströndum.
Mér tókst einhvernveginn að klúðra röðinni á kortunum en það skiptir kannski ekki öllu máli. Hins vegar kom það út í mjög lélegri upplausn og því vil ég benda á að þeir sem vilja fá þetta í betri upplausn hafi bara samband við mig og ég sendi um hæl.
Ég skannaði inn kort sem að ég á af Fimmvörðuhálsi til að fólk gæti séð hvert það er að fara og aðrir fylgst með líka. Þetta er fyrsti hlutinn sem að sýnir hvar við munum leggja af stað frá Skógum og áleiðis upp á hálsinn.
Jæja þá erum við aðeins búinn að tala við frænda herdísar eða Steina frænda. Hann getur tekið allan farangurinn og jafnvel hesta líka á föstudaginn. Svo er spurning um heimferðina á sunnudaginn getum kannski öll fengið far í bæinn með Steina frænda, fer eftir hvað margir fara með honum í Mörkina. Annars verður bara farið með áætlunarbíl. Svo ætlum við reyndar að athuga með leiguflug á flugvöllinn á Skógum (7 sætavél) tekur styttri tíma en bíll og er hugsanlega ódýrara en rúta þeas ef við náum að fylla vélinna.
Var að lesa einhverja heimasíðu og rakst á þennan. Varð að deila honum því mér þótti hann mjög fyndinn.
Sæli Jakar,