föstudagur, september 30, 2005

Österreich

Jæja á morgun leggjum við af stað til alpanna. Við ætlum að vera fulltrúar Jakanna á októberfesti í München í ár en einnig munum við skoða Austurríki og smá af norður Ítalíu. Viljið þið óska okkur góðs flugs? ég er svolítið stressuð. Sólrún og Reynir gangi ykkur vel með fæðinguna og viljið þið senda mér sms við tækifæri um leið og þið getið ef að þetta gerist á meðan að við erum úti. Ciao Posted by Picasa

miðvikudagur, september 21, 2005

Ég og Halldór búnir að meika það

Það er kannski kominn tími til að segja ykkur frá því að þegar íslendingar voru að rembast við að sprengja upp krýsuvíkursvæðið í sumar vorum við Halldór uppteknir við að skjóta mynd í Hollywood. Myndin er ekki kominn út á Íslandi þannig að það má segja að við séum á barmi þess að vera heimsfrægir á Íslandi. Við vorum svo einmitt á Grænlandi að frumsýna þar síðustu helgi og svo fer ég til london 29sept.
Nú hljóta allir Jaka að verða orðnir spenntir og skal ég svala ykkar forvitni með smá Trailer úr myndinni. Endilega kíkið á þetta hér

.....Partý...?????

Sælir JAKAR og makar!

Hvað er að gerast með þetta partý sem um var talað? Heyrði dagsetninguna 30. sept, er eitthvað til í því? Var ekki stefnan á að sameina þarna tvö stórafmæli? Stefán hvenær kemst þú aftur á fertugsaldurinn ;-D ???? Það þarf að fara negla dagsetningu á þetta Kjaló-festival!!!

En annars, er ekki allt gott að frétta?

Venlig Hilsen,
KANSLARINN-ÓÐALSBÓNDINN..........fer ekki að koma að næsta ársfundi þar sem kjósa þarf í embættin!

mánudagur, september 19, 2005

Takk fyrir mig

Að lokum náðist að draga alla sjö hausanna í dilka og komu þeir sérlega vel undan sumrinu. Strax er farið að sjá eftir því að hafa gelt Eggert (hrútinn) því það er augljóst að góð eru genin í honum. Það var mjög gaman að upplifa réttir í fyrsta skiptið og sjá hvernig þetta allt saman virkar. Núna bíður maður bara spenntur eftir næstu réttum.

Góð vinkona mín á góðri stund, rollan Skuld.

Vel upp alið

Þarna er ein rolla komin í dilkin. Er þetta hún Urður og er hún sérlega gæf eins og sést á myndinni enda er hún einstaklega vel upp alin.

Henni finnst rúgbrauð mjög gott.

Réttir sunnudaginn 18. september

Klukkan 10 um morguninn var svo hleypt inn í réttirnar til að draga í dilka. Kunnugir á staðnum (ég og pabbi) giskuðum á að milli 300 og 500 rollur voru á svæðinu. Mjög vel gekk að þekkja okkar sjö hausa enda ekki furða þar sem að daglega var farið síðasta vetur og gefið þeim að éta.

Þarna má sjá þegar fyrstu rollurnar eru að þeysa inn í réttina.

Smölun gekk vel

Smölunin gekk vel á heiðinni og var því smalað í hólf nokkrum km. fyrir neðan litlu kaffistofuna. Þar þurfti að kalla til lögregluna til að stoppa umferð um Suðurlandsveginn til að hleypa fénu yfir þjóðveginn. Þaðan var því svo smalað í annað hólf rétt fyrir ofan Lögbergsbrekkuna.

Þarna má sjá þegar fyrra hólfið var opnað og féð þeysti af stað yfir þjóðveginn.

Yfirsýn

Auðvitað var sjónaukinn með í för og vorum við í beinu sambandi við leitarmenn. Þarna uppi gátum við leiðbeint þeim hvar voru rollur að finna. Vorum við með sjö hausa á fjalli og töldum við okkur sjá fimm þeirra af Vífilfelli.

Smölun 17 september

Laugardaginn 17. september síðastliðin fór fram smölun uppi á Mosfellsheiði. Mikil eftirvænting var hjá fjáreigendunum uppi í Árbæ. Þar sem að við feðgarnir erum nú litlir hestamenn þá ákváðum við að leyfa reyndari mönnum að sjá um þann hlut. Hins vegar ákváðum við að ganga upp á Vífilfell til þess að hafa góða yfirsýn yfir heiðina og þá smölun sem að þar fór fram.

Hérna erum við feðgarnir komnir á toppinn í ágætu veðri.

föstudagur, september 09, 2005

Fréttir frá Esjugrund

Heyrst hefur í nýlegum fréttum að tveir litlir fuglar séu búnir að trúlofa sig. Ég nefni engin nöfn en ég gef ykkur vísbendingu: þau svara oft nöfnunum Ásta og Stefán.
Mér fannst svo gaman að heyra þetta að ég varð að birta þetta og um leið óska ykkur aftur innilega til hamingju.
Ásta ber því fagran hring á fingri og brosir allan hringinn þessa dagana.

Sólrún bumba sem getur ekki haldið kjafti, takk fyrir.

mánudagur, september 05, 2005

Hvað er að frétta af íþróttamálum JAKA???

Nú þar sem sumarinu er lokið og vetraríþróttatímabilið fer að hefjast, er ekki úr vegi að athuga hvað er á döfinni, ef eitthvað er á íþróttasviðinu?

Keilumót, bíð spenntur eftir að fá að verja titilinn.
Golfmót ef einhverjir aðrir en ég og Níels vilja vera með

Svo er það ný íþrótt sem komin er á klakann, upprunin frá Svíþjóð, Kubb, en þetta er snilldar "sport" sem ég prófaði í Kaupmannahöfn. Gengur í stuttu máli út á að það að hvort lið raðar 5 trékubbum á sína heimalínu og svo er kóngur settur í miðjuna á vellinum. Svo á að kasta kubbum og reyna að fella kubbana. Þegar lið hefur fellt alla kubbana hjá hinu liðinu má reyna að fella kónginn. en meira má sjá um þessa íþrótt, sem hægt er að stunda með bjór í hönd, á síðunni.

En vonandi er hægt að halda einhverskonar íþróttamót á næstunni, enda JAKAR miklir keppnismenn.

Vínmeistarinn

sunnudagur, september 04, 2005

Grüss Gott

Af okkur er allt leiðinlegt að frétta. Erum alvega að deyja úr BS-leiðindum, en það mun brátt vera á enda þar sem að þann 1.október fljúgum við á vit ævintýranna til Austurríks. Við munum að sjálfsögðu koma við á Oktoberfesti í München og fá okkur ein mass bier oder so. Þið verðið að óska okkur góðs flugs, þar sem að ég er svolítið flughrædd.Posted by Picasa

föstudagur, september 02, 2005

Allt gott að frétta

Langaði bara til að deil með ykkur að singstar pop er komið í safnið lög eins og,

Annie
Heartbeat
Ashlee Simpson
Pieces Of Me
Avril Lavigne
Sk8er Boi
Beyonce
Crazy In Love
Black Eyed Peas
Shut Up
Blink-182
What’s My Age Again?
Dandy Warhols
Bohemian Like You
Erik B. And Rakim
Paid In Full
Fountains Of Wayne
Stacy’s Mom
Girls Aloud
Love Machine
Good Charlotte
I Just Wanna Live
Hoobastank
The Reason
Jamelia
Stop
Jay Sean
Eyes On You
Joss Stone
Super Duper Love (Are You Diggin On Me?)
Keane
Somewhere Only We Know
Kylie Minogue
In Your Eyes
Manfred Mann
Do Wah Diddy Diddy
Marilyn Manson
Personal Jesus
McFly
Obviously
Natasha Bedingfield
These Words
OutKast
Roses
Robbie Williams
Let Me Entertain You
Robbie Williams And Kylie Minogue
Kids
Ronan Keating And Yusuf
Father And Son
Sister Sledge
We Are Family
Steppenwolf
Born To Be Wild
Tom Jones
It’s Not Unusual
The Clash
Should I Stay Or Should I Go?
The Hives
Main Offender

Verðum að fara halda party bráðum er það ekki?