Nú þar sem sumarinu er lokið og vetraríþróttatímabilið fer að hefjast, er ekki úr vegi að athuga hvað er á döfinni, ef eitthvað er á íþróttasviðinu?
Keilumót, bíð spenntur eftir að fá að verja titilinn.
Golfmót ef einhverjir aðrir en ég og Níels vilja vera með
Svo er það ný íþrótt sem komin er á klakann, upprunin frá Svíþjóð,
Kubb, en þetta er snilldar "sport" sem ég prófaði í Kaupmannahöfn. Gengur í stuttu máli út á að það að hvort lið raðar 5 trékubbum á sína heimalínu og svo er kóngur settur í miðjuna á vellinum. Svo á að kasta kubbum og reyna að fella kubbana. Þegar lið hefur fellt alla kubbana hjá hinu liðinu má reyna að fella kónginn. en meira má sjá um þessa íþrótt, sem hægt er að stunda með bjór í hönd, á
síðunni.
En vonandi er hægt að halda einhverskonar íþróttamót á næstunni, enda JAKAR miklir keppnismenn.
Vínmeistarinn