föstudagur, janúar 27, 2006

Mr Stay Puft

Mr. Stay Puft biður að heilsa!

sunnudagur, janúar 22, 2006

Fundarboð

Kæru Jakar nær og fjær, vil ég byrja á því að þakka fyrir frábæra skemmtun í búningapartýinu og er ég viss um að þetta er komið til að vera og verður vonandi árviss viðburður hér eftir. Mér finnst vera kominn tími til að halda fund (þá meina ég alvöru fund...enginn bjór...ok 1-2 þá). Er ég með tillögu um að halda fund þann 13. febrúar kl 20:00 og legg ég Eggertsgötuna til fyrir þessa samkomu. Það sem mér finnst að þurfi að ræða og koma á hreint er eftirfarandi: Skrá Jakana sem félag og fá kennitölu, ákveða mánaðargjald eða árgjald og skipuleggja komandi mánuði. Svo legg ég til að það verði myndakvöld í lokin þar sem myndum frá búningapartýinu verður varpað upp til að hlæja að.

Bið ég ykkur um að segja ykkar skoðun á þessu máli og eins ef þið hafið eitthvað út á staðsetningu fundarins að setja. Einnig má halda fundinn fyrr í mánuðinum ef ykkur finnst þess þurfa.

laugardagur, janúar 21, 2006

4 klukkutímar eftir!!!

Jæja, nú eru einungis 4 klukkutímar þangað til hið alumtalaða, margrómaða fyrsta búningapartý Jakanna verður haldið. Spennan er í hámarki og ég leyfi mér að búast við alveg geðveiku kvöldi.

Vonandi að þið hin séuð á sama máli. Hver vinnur keppnina? Er það Elli? Er það Halldór? Er það Nilli? Er það..... hver verður það? ég hlakka geðveikt til.

bæjó sjáumst hress í kvöld :)

föstudagur, janúar 20, 2006

Til hamingju með daginn!

Jæja mig langði bara að óska öllum bændum til hamingju með bóndadaginn;) Vonandi að þið hafið það sem allra best í dag.

Búningapartýið er á morgunn, JES!!! hlakkar geðveikt til en um leið og spenningurinn safnast upp í mallnum, er ekki laust við að maður finni örlítinn kjánahnút stækka líka:) Langt síðan maður hefur "dressað" sig svona upp;) held að ég hafi síðast verið draugur á öskudagsballi í barnaskólanum.
Ég held að maður fái sér nú nokkra sopa á meðan verið er að dressa sig upp, koma sér í gírinn (ekki það að maður geti ekki skemmt sér án áfengis, því ég get það alveg, en... æ þið skiljið).

Kjánakveðjur

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Óð fluga nálgast búninga

Jæja þá er farið að styttast aldeilis í Búningapartíið og vona ég að allir séu komnir með heildarmynd á búningana sína. Á mínu heimili er fólk eitthvað að berjast við hósta og kvef enda mikið álag sem hvílir á mani. Ég var að velta fyrir mér hvort að það væri einhver stemming fyrir singstar keppni. ég gæti komið með græjurnar ef áhugi er fyrir hendi. það er aldrei að vita nema að manni langi til að grípa í hljóðneman þegar líða fer á kvöldið. líka spurning hvort fólk eigi að koma með sér eitthvað snakk eða einhver önnur spil til að stytta okkur stundir. Ég legg svo til að þetta kvöld verði allt kvikmyndað og ljósmyndað upp á sekúndu því ég held að margir gullmolar eigi eftir að verða til eftir kvöldið.
Svo er bara spurning um að fara koma með hugmyndir að næstu samkomu, ég styð þorrablót eða sumarbústaðaferð með heitum potti, hellakoðun eða sleðaferð.
Er ekki annars ákveðið að þetta verði á Kjalarnesi.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Búningapartý Jakanna nálgast óðfluga

Kæru Jakar og makar nær og fjær...

Nú fer að líða að (hinu árlega) búningapartýi Jakanna. Dagsetning og tími hafa þegar verið ákveðin, 21. janúar (laugardagur) kl. 20:00. Hinsvegar hafa verið uppi vangaveltur varðandi staðsetningu þessa líka ágæta partýs. Eftir viðræður í gær á meðal fimm Jaka og maka eru þrír staðir til boða; Kjalarnes, Eggertsgata eða heima hjá mömmu hans Stebba (ekki komið á hreint reyndar). Kosturinn við Kjalarnesið er að þar er nóg rými fyrir alla til að djamma og djúsa langt fram á nótt en hins vegar gæti orðið dáldið dýrt að komast aftur til síns heima (en þá geta bara fleiri deilt bíl í bæinn, því fleiri því betra). Kosturinn við Eggertsgötu er að hún er frekar miðsvæðis en gallinn er sá að hún er frekar lítil. Nú svo er það mamma hans Stebba en hún býr MJÖG miðsvæðis eins og flestir Jakar vita og stærð húsnæðis fínt (held að hún viti ekki af því að hennar hús sé í boði ;) ). Þannig að það er spurning hvort Jakar og makar vilji vera í prívasí á Kjalarnesi eða hvort þeir vilji spranga um í fínum búningum í miðbæ Reykjavíkur (fyrir mitt leyti væri ég frekar til í Kjalarnesið en meiri hlutinn ræður).

Ákveðið hefur verið að veita verðlaun fyrir flottasta/besta búninginn og frumlegasta búninginn. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en þar sem bjór virðist vera sá drykkur sem flestir Jakar og makar drekka hefur verið ákveðið að allir komi með 2 auka bjóra á mann (par = 4 bjórar) til þess að leggja í verðlauna púkkið.

Gaman væri nú að sem flestir Jakar og makar myndu sjá sér fært að mæta og því kannski ekki vitlaust að tilkynna komu sína hér á þetta ágæta spjallborð okkar :)

Svo má ekki gleyma að setja allan sinn metnað í búninginn sinn þannig að þetta verði almennilegt búningapartý (ekki fótboltaleikmaður, dómari eða maður sjálfur). Það verður að vera eitthvað challenge í þessu.

Þannig að það sem Jakar og makar þurfa að hafa í huga á næstu dögum er:
1. Taka frá 21. janúar. Redda fríi í vinnu ef þörf krefst.
2. Stenst búningurinn minn settar kröfur, ef ekki þá er ekki seinna vænna en að fara laga hann.
3. Á ég nóg af áfengi? (muna eftir 2x auka bjór á mann) ef ekki þá væri sniðugt að fara fjárfesta í svoleiðis svona á næstu dögum.
4. Er ég búin/n að redda pössun? (til þeirra Jaka sem eiga ísmola) ef ekki þá er tími kominn til að smjaðra fyrir mömmu, ömmu eða nánustu ættingjum;)
5. Keyrsla til og frá partý stað. Á að smjaðra í pabba eða vantar mig pening í leigubíl?

Vonandi að þetta falli allt í góðan jarðveg Jaka og maka og við sjáumst hress á einhverjum af ofangreindum stöðum þann 21. janúar kl. 20:00.