þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Fokk Álver

hvet fólk til að skrá sig á undirskriftalistan
http://www.alverin.muna.is/

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Búðstaðaferðin

Eins og ég var búin að skrifa áður þá er laus VR búðstaður í Miðhúsaskógi. Borga þarf við bókun og er búðstaðurinn ekki endurgreiddur ef við hættum við (nema VR geti leigt einvherjum öðrum hann). Þess vegna þurfum við að vita hverjir eru til í að fara. Þeir sem segjast fara verða að greiða hvort sem þeir fara eða ekki.
Búðstaðurinn kostar 12.500 frá föstudegi til sunnudags (17-19. mars) Kostnaður per mann ræðst eftir hversju margir fara. Þeir sem vilja koma kommentið að neðan.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

JAKAR

JAKAR
Heilir og sælir Jakar!
Nú er vika liðin síðan ég sá ykkur síðast og jafnlangt síðan ég heimsótti veraldarvefinn en betra er seint en aldrei. Dagarnir bruna áfram!!!

Ég mun halda upp á útskriftina mína í safnaðarheimili Fríkirkjunnar Laufásveg 13 næstkomandi laugardag (25. feb) milli 17-19 (gengið inn Skálholtsstígsmegin).
Athugið að s.s. áður er hvatt til ölvunar eitthvað lengur en það.
Þætti gaman að sjá ykkur til að þiggja léttar veitingar.

Ég hef heldur ekki gleymt sumarbústaðapælingunni... allt í skotrásinni!

Hlakka til að sjá ykkur :)
Kv. Viddi

mánudagur, febrúar 20, 2006

Aðalfundur Jaka

Fyrir þá sem sáu sér ekki fært að mæta á Jaka fundinn þá eru hérna smá upplýsingar um hvað fór fram.

Samþykkt stjórn er;
Formaður: Stebbi
Gjaldkeri: Halldór
Ritari: Herdís

Ákveðið var að skrá Jaka sem félag og fá kennitölu. Í framhaldi af því verður stofnaður bankareikningur fyrir mánaðargjöld/árgsgjald félagsins. Samþykkt var að mánaðargjaldið yrði 1.000,- fyrir Jaka / 500,- fyrir maka þó er ekki skylda að greiða fyrir maka. Ef maki hefur ekki greitt í félagið en tekur þátt í viðburði sem ber kostnað þarf að greiða í ferðina.

Fyrsta mánaðargjald verður 1. mars 2006

Félagsgjöld verða notuð í ferðir Jaka, td. fyrir sumarbúðstað, bensínkostnað, mat og drykkjarföng ofl.

Félagaskrá Jaka er endurskoðuð ár hvert. Þeir sem hafa ekki greitt í félagið eða eru óvirkir í félaginu á einhvern hátt eftir árið teljast sem bráðnaðir jakar.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Minni á fundinn á þriðjudaginn kl. 20:00

Vil minna á fundinn næsta þriðjudag kl. 20:00. Einhverjir hafa haft orð á því að panta flatböku, þeir sem vilja það vinsamlegast gefi sig fram. Ef flatbaka verður pöntuð legg ég til að þeir sem ætla að snæða það hérna á Eggertsgötunni mæti aðeins fyrr þannig að fundurinn geti þá byrjað kl. 20:00.

Ég minni á það sem verður rætt á þessum fundi:

1. Skráning Jakanna í félagaskrá og sótt um kennitölu.

2. Mánaðargjald/ársgjald í Jakana.

3. Komandi ár....hvað á að gera...hvað viljum við gera og hvers vegna?

4. Myndasýning úr partýinu þann 21. janúar...allir að koma með myndir.

5. Önnur mál eins og t.d Jakar reyklaust félag árið 2012. Skráning Jakanna í Kauphöll Íslands. Hugmyndir að þema fyrir næsta búningapartýi og margt margt fleira.

Kannski er hægt að redda skjávarpa fyrir myndasýninguna úr partýinu, það er í skoðun.

Endilega allir að segja sitt álit og hvað þeir ætla að gera, mæta í flatbökur eða bara koma kl 20:00 eða bara að sleppa flatbökum og mæta með kaffi kl. 20:00 eða hvað, látið í ykkur heyra.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Sigurvegarinn Rósalind ásamt Marlin ástkonu sinniPosted by Picasa

Nillína og Helgi Posted by Picasa

Sykurpúðarnir frumlegastir Posted by Picasa

JAKAR

Posted by Picasa


Jæja þá er ég loksins búin að koma mér í að setja nokkrar myndir inn. Þið verðið að afsaka að ég man nú ekki nöfnin á öllum og því öllum velkomið að breyta því. En annars er ég bara spennt fyrir fundinum sem verður 14. feb. Kveðjur frá Kjaló

Ameríska pakkið Posted by Picasa

Alkastrumpur Posted by Picasa

porno parið Posted by Picasa

Stefanía og Ástráður Posted by Picasa

mánudagur, febrúar 06, 2006

Fundur 14. febrúar kl. 20:00

Vil minn á Jakafundinn þann 14. febrúar kl. 20:00 á Eggertsgötu 16 íbúð 301. Að sjálfsögðu eiga allir að mæta enda er það alltaf merkilegt þegar Jakar koma saman.

Það sem verður rætt á þessum fundi:
1. Skráning Jakanna í félagaskrá og sótt um kennitölu.
2. Mánaðargjald/ársgjald í Jakana.
3. Komandi ár....hvað á að gera...hvað viljum við gera og hvers vegna?
4. Myndasýning úr partýinu þann 21. janúar...allir að koma með myndir.
5. Önnur mál eins og t.d Jakar reyklaust félag árið 2012. Hugmyndir að þema fyrir næsta búningapartýi og margt margt fleira.

Boðið verður upp á vatn úr krana hússins ásamt instant kaffi fyrir þá sem vilja, einnig er leyfilegt að koma með sína eigin drykki og má það vera áfengt jafnt sem óáfengt. Verið er að athuga veitingar í föstu formi en þeir sem vilja koma með slíkt eru beðnir um að hafa samband við matvæladeild Rauða krossins en hugsanlegt er að ábúendur Eggertsgötu 16 finni eitthvað fyrir gesti til að troða í sig, það kemur í ljós.

Sem fyrr er þetta auðvitað skildumæting fyrir alla Jaka og maka, sjáumst hress 14. febrúar.