Kennitala Jakanna og söfnun í sjóð
Þar sem ekkert varð af því að kennitala Jakanna var stofnuð í byrjun árs. Var ég að hugsa um að sækja um kennitöluna núna. En ég ætla ekki að gera það nema fólk sé tilbúið að leggja smá í sjóð í hverjum mánuði, þá erum við kannski að tala um 500 kall á mann eða 1000 kall á par. Þá getum við safnað í sjóð sem borgar þá bústaðarferðir, bjór, afmæliskökur og svo síðar utanlandsferðir og heimsreisur. Endilega látið heyra í ykkur varðandi þetta mál. ERU JAKARNIR TILBÚNIR AÐ LEGGJA PENINGA Í ÞETTA FÉLAG????