laugardagur, desember 31, 2005

Áramóta kveðja


Áramóta kveðja, Viljum Þakka fyrir árið sem er að líða.
Þetta er búið að vera eftirminnilegt ár hjá okkur Jökunum.
hver veit hvað þetta ár mun bera í skauti sér.
Kveðja Himmi&Herdís

mánudagur, desember 26, 2005

Jólakveðja


Lydía Líf í jóladressinu

Já, þar sem að ég klikkaði á jólakortunum í ár sökum aumingjaskapar þá sendi ég jólakveðju hérna á alla. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!! Þakka það liðna.

Í sambandi við jólapakkana þá get ég staðfest það að það fylgir mikið pakkaflóð litlum börnum. Það sem að ég fékk var t.d. gönguskór, buxur, höfuðljós, flíspeysa auðvitað, irishcoffee glös, uppskriftarbók, hanskar, ullarnærföt.... og örugglega eitthvað annað. Vonandi fer að styttast í Jakahittinginn.

Kveðja úr Þingásnum,

ReynirJ

Jólagjafir

Hvað fengu þið skemmtilegt í jólagjöf,
ég fékk fullt af skemmtilegum hlutum eins og...(Hér verða taldir upp hlutir í handahófskenndri röð) Lúffur, Hanska, Trefill, Úlpu, Stóra sæng, Hnött, uppskriftabók, Bjórglas, húfu, veðurstöð, Íslands Atlasinn, Handklæði, Ullarbrækur, Scrabble, Extras á Dvd, Nammi, Ostabakka.... úff man ekki meira í augnablikinu.

laugardagur, desember 24, 2005

Jólakortið í árHerdís og Hilmar vilja óska Jökum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla í tilefni jólana sem eru framundan. Sama ástandið var á þessu heimili eins og mörgum öðrum fyrir jól, Engin jólakort gefin út í ár. Vonum að það verði fyrirgefið.
Gleðileg jól

föstudagur, desember 23, 2005

Gleðileg jól

Ég og Valgerður viljum óska öllum Jökum gleðilegra jóla og farsældar á komandi Jakaári sem verður örugglega frábært eins og árið sem er að líða. Hafið það gott og ekki borða yfir ykkur.

laugardagur, desember 17, 2005

Jaka-merkið

Jæja, þá er ég búinn að smíða Jaka-merkið í vinnunni. Eins og sjá má voru gerðar smá endurbætur á þessu vel hannaða merki. Þá er bara spurning hvar við getum hengt þetta upp. Ég gerði tvö sett, svo að eitt fer á Gúrkuna á næstunni. Það eina sem vantar núna fyrir merkið er eitt stykki eyðibýli á flottum stað svo að við getum hengt merkið upp. Nú legg ég til að á næsta aðalfundi verði málið tekið upp og hugmyndakeppni um nafn á býlinu verði hrint í framkvæmd. Ég er sjálfur búinn að láta mér detta í hug nöfn eins og Jakaból, Jakasel, Jakastaðir og Jakakot, nú er bara að leggja höfuðið í bleyti.
Kveðja frá Samgöngumálaráðherra Jakanna, með von um góð viðbrögð!!

þriðjudagur, desember 06, 2005

Draumaliðsleikur Jaka

Fannfergi hafa endurheimt fyrsta sætið í Jakadeildinni með stórkostlegum leik um síðustu helgi þar sem hvorki fleiri en færri en 560 stig náðust í hús. Óðalsetrið sem hefur leitt deildina upp á síðkastið komust aldrei úr fyrsta gír og fengu aðeins 290 stig sem verður að teljast slakur árangur þar á bæ enda þekkt fyrir fanntagóðan sóknarleik. MérErSpurnFC halda áfram á beinu brautinni og halaði liðið inn 340 stig um helgina. Southpark 5 sem hafa verið óheppnir að undanförnu sýndu sannkallaðan stórleik um helgina með 440 stig og er það alveg ljóst að með svona spilamennsku munu þeir blanda sér í toppbaráttuna á ný. Mývargarnir voru enn á ný slakir um helgina og er það deginum ljósara að þetta er slakasta liðið í deildinni. Hvort þjálfaranum sé um að kenna eða leikmönnunum er ekki mitt um að dæma en ljóst er að breytinga er þörf. Nokkrir áhangendur liðsins hafa þegar tekið til þess að ráðs að veifa hvítum klútum framan í stjórann og veit það ekki á gott.

Staðan í deildinni eftir 15 umferðir:

1. Fannfergi - 4220 stig
--------------------------
2. MérErSpurnFC - 4180 stig
3. Óðalsetrið - 4180 stig
4. Southpark 5 - 3530 stig
--------------------------
5. Mývargarnir - 3170 stig

Íþróttamálaráðherrann

mánudagur, desember 05, 2005

Keilumótinu frestað um óákveðinn tíma

Nú er keilumótið á næsta leiti og aðeins 4 hafa boðað komu sína. Er það allur áhuginn á þessu??

Þar sem Kanslarinn getur ekki mætt á miðvikudag, er það í lagi fyrir mitt leiti að hafa þetta á morgun, þriðjudag.

Þá á sama stað og sama tíma.

Mér sýndist á svörunum hjá þeim sem svöruðu að það væri líklega í lagi að færa mótið.

Nú verða allir að svara af eða á.

[Viðbót 6. 12]

Hverjir geta mætt í kvöld og hverjir geta mætt annað kvöld (miðvikudag)?

Le Champion le Vine