mánudagur, september 25, 2006

Innanhúsfótbolti og mótmæli

Ég get reddað frábærum sal fyrir innanhúsfótbolta á Reykjalundi. Þeir sem að vilja vera með endilega látið mig vita sem fyrst hvaða tími henti ykkur, vona að flestir JAKAR vilji vera með. En það væri líka frábært ef að þið hafið einhverja vini sem myndu vilja vera með þar sem að við verðum að vera a.m.k. 8-10 til þess að þetta sé gaman og til að draga niður kostnað. Ég er búinn að tala við Steina bróður og hann vill vera með.

Svo vil ég hvetja alla JAKA til þess að mæta í mótmælagönguna á morgun (26.sept). Endilega dragið sem flesta með ykkur eða hvetjið fólk í kringum ykkur til að mæta. Gangan hefst kl 20 og er gengið frá Hlemmi. Munið að þessi ganga er ekki aðeins gegn Kárahnjúkaruglinu heldur einnig gegn því virkjanabrjálæði sem er fyrirhugað á komandi árum. Með því að mæta komust við skrefinu nær að útrýma mestu plágu sem herjað hefur á íslenskt þjóðfélag, þá á ég að sjálfsögðu við graftarkýlið sem kallað hefur verið Framsóknarflokkurinn. Að lokum mælist ég til þess að Ómar Ragnarsson verði gerður að heiðurs JAKA.

föstudagur, september 22, 2006

Fótbolti

KF Nörd - Valur
Sunnudagur kl. 13.00 á Víkingsvelli - allir velkomnir!Íslensku nördarnir í fótboltafélaginu KF Nörd verða í eldlínunni umhelgina.

Á sunnudaginn munu þessar stjörnur (Stjarnan)úr raunveruleikaþættinum KF Nörd, sem nú er sýndur á Sýn við miklar vinsældir, mæta sama liðinu og þeir mættu í fyrsta þættinum, 3. flokki kvennaliðs Vals. Þá töpuðu þeir nördar stórt.Þurftu aldeils að "lúta í gras" eins og Bjarni Fel myndi orða það, og ermarkmiðið því auðvitað að ná fram hefndum.Leikurinn milli KF Nörd og Vals fer fram á Víkingsvellinum og hefst kl.13.00 á sunnudaginn kemur.

Aðgangur er ókeypis og eru allir JAKAR hér með hvattir til þess að gera sérglaðan dag, mæta á leikinn og styðja við bakið á"Stráknum ykkar"."Áfram KF Nörd!"

Með kveðju, Hilmar og Fjölskylda

P.S. Þeir sem vilja ólm komast ókeypis á Völlinn 4.október næstkomandi. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ NÖRD Gegn íslandsmeisturunum fimleikafélags hafnafjarðar mega endilega senda á mig línu sem fyrst svo ég geti tekið frá miða (Allir nema Elli ég veit hvaða liði hann heldur með). bless bless, Himmi

fimmtudagur, september 21, 2006

Sumarbústaður 13.-15. október

Jæja nú er komið að því að Jakar fari í aðra sumarbústaðarferð.

Halldór er búinn að redda sumarbústað helgina 13.-15. október (eftir 3 vikur).
Auðvitað er skyldumæting fyrir alla Jaka, maka og ísmolar (eru sérstaklega velkomnir).

Bústaðurinn heitir Grenihlíð. Hann er í Þjórsárdal (ætla nú ekki að fara drepa ykkur úr leiðindum með leiðarlýsingu).

Helgin kostar 7000 kr (þannig að því fleiri sem koma þeim mun minna kostar þetta, hehehe).

Búnaður í Grenihlíð

Í bústaðnum eru 3 svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með sturtu.

Svefnaðstaða er fyrir 6 - 8 manns í tveimur herbergjum með hjónarúmi og einu herbergi með breiðri koju. Á staðnum eru 8 sængur og 8 koddar, en koma þarf með sængurföt (sængurver, koddaver og lök), handklæði, viskastykki, borðtuskur, eldhúspappír og gúmmíhanska (pant ekki vaska upp!).

Í bústaðnum er helluborð með 2 hellum og lítill ofn sem stendur á borði. Einnig fylgir borðbúnaður fyrir 12 manns (leirtau og hnífapör) og glös af ýmsum stærðum og gerðum. Auk þess eru öll almenn eldhúsáhöld, pottar og pönnur, handþeytari, pönnukökupanna, vöfflujárn og hraðsuðuketill.

Í bústaðnum á að vera (það er ekki víst þannig að við skulum passa að taka skeinipappír) salernispappír, gólftuskur, uppþvottabursti og uppþvottalögur, gólf- og handsápa, sópur, moppa og fötur.

Af öðru innbúi í bústaðnum má nefna barnastól, barnarúm, útvarpstæki, lítið sjónvarp (14”) og gasgrill. Einnig eru á staðnum bækur og spil og smávegis af leikföngum fyrir börn.

Stór lóð er í kringum bústaðinn, á henni er hús þar sem er gufubað með sturtu sem er sameiginlegt með Grenihlíð, auk verkfærageymslu.

Lítill sandkassi er við húsið og á flötinni fyrir framan gufubaðið eru sameiginlegar rólur, vegasalt og fótboltavöllur.

Í geymsluskúrnum eiga að vera auka gaskútar og stórir svartir ruslapokar.

Svo fyrir þá sem eru nógu hressir í létta Jakagöngu þá er hægt að fara skoða Gjáfoss, Háafoss og Hjálparfoss. Svo er bara hægt að finna sér eitthvað til dundurs að Jaka sið.

Tillaga að öðrum nauðsynjum:
1. Höfuðljós
2. GPS tæki (það væri nú hneyklsi ef Jakar myndu villast)
3. Talstöðvar
4. Sjónauki
5. Áfengi
6. Matur
7. Singstar
8. Ýmis spil (Trivial, Mr.&Mrs., Leonardo & co og hvað sem ykkur dettur í hug)
og bara allt sem ykkur dettur í hug!

Vonumst til þess að allir komist, þetta verður fönn, fönn, fönn, fönn Jaka fönn :)

Kveðja
Valgerður og Halldór

(p.s. það er bara til ein mynd af bústaðnum og hún er eiginlega ekkert spes, segir ekki neitt þannig að þið bíðið bara spennt, hehe)

sunnudagur, september 17, 2006

Barnanöfn og búningapartý

Jæja, ég hef nú ekkert að gera í vinnunni og þar sem Ásta og Stebbi eiga nú eftir að skíra litla molann sinn ákvað ég að kíkja aðeins inn á Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og skoða þar nöfn sem mannanafnanefnd hefur leyft. Þar sem það er í tísku að skíra börnin sín frekar nýtískulegum nöfnum hef ég ákveðið að koma með nokkrar uppástungur. Ég vil taka það fram að þetta er einungis brot af þeim nöfnum sem mannanafnanefnd hefur leyft fólki að skíra börn sín.

Elentínus Dufgus
Dósóþeus Díómedes (dáldið grískt fyrir minn smekk)
Eggþór Dufþakur
Eldgrímur Dvalinn
Falur Fólki (híhíhí - vá hvað maður þarf að vera gaga í hausnum til að skíra barnið sitt þetta)
Júlí Ágúst (ef barnið skyldi hafa fæðst um mánaðarmótin þá myndi þetta henta fínt)
Ljótur Fengur (ef barnið er virkilega ljótt og foreldrarnir óánægðir)
Hjallkár Ragúel
Kaldi Jaki (gott nafn á barn Jaka)
Októvíus Nóvember (annað mánaðarmótarbarn)
Dugfús Smiður (í von um að barnið feti í fótspor föðursins)
Eilífur Engill (auðvitað vilja foreldrar að börnin þeirra lifi að eilífu og allir vita að börn eru algjörir englar)
Gjúki Glói (híhíhí)

Jæja þetta er orðið ágætt held ég:)

En auðvitað er þetta allt til gamans gert og veit ég að Ásta og Stefán eiga eftir að finna frábært nafn á litla molann sinn.

(Þetta stendur reyndar inn á vef Mannanafnanefndar: Hvernig má nafnið vera?
Það má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama.)

Yfir í aðra sálma:

Búningapartý
Lítill fugl hvíslaði því að mér að búið væri að negla niður næsta búningapartý Jakanna sem verður víst þann 27. janúar næstkomandi. Það er eins gott að fara leggja hausinn í bleyti og reyna toppa búninga síðasta partýs. Þær raddir hafa heyrst að einhverjir séu nú þegar komnir með góða hugmynd þannig að það er ekki seinna vænna en að byrja strax í dag. Allir Jakar og makar eru vinsamlegast beðnir um að merkja þessa dagsetningu vel inn á dagatölin sín!!! Setjið reminder í símann ykkar litla gula post-it miða út um allt hús með þessari dagsetningu. Það er BANNAÐ að gleyma henni og það er BANNAÐ að finna afsökun fyrir að komast ekki. Það er SKYLDUMÆTING!

Vill fólk hafa frjálst val um klæðnað eða er þema eitthvað til að hugsa um?
Bara pæling.

Jæja, best að halda áfram að sörfa á netinu, ekkert annað hægt að gera hér.

Valgerður

fimmtudagur, september 14, 2006

Afmælispartýið: byrjar klukkan 9

Hæ hó, fólk má byrja að mæta klukkan 9 á laugardagskvöldið. Vilji fólk drekka eitthvað áfengt mæli ég með því að það komi með sitt eigið en þó verður bolla á boðstólunum.

sunnudagur, september 10, 2006

Þórsmerkurferð 28-29.okt

Var að sjá að eldriborgarar fjallsins ætla að skella sér í Þórsmerkurferð 28-29 október. Helvíti freistandi. Langt síðan maður hefur slett ærlega úr klaufunum.
sjá: http://grjotid.blogspot.com/

föstudagur, september 08, 2006

Partý Partý Partý

Í tilefni af því að ég er kominn á fertugsaldurinn (7. Sept) ætla ég að halda teiti þann 16. september næstkomandi.

Öllum Jökum og mökum er boðið og þeir sem sjá sér fært að mæta koma að sjálfsögðu með sitt eigið öl.

Teitið verður haldið á Sævangi 19 í Hafnarfirði, kjallari.

Kveðja,
Doddi