Jæja nú er komið að því að Jakar fari í aðra sumarbústaðarferð.
Halldór er búinn að redda sumarbústað helgina 13.-15. október (eftir 3 vikur).
Auðvitað er skyldumæting fyrir alla Jaka, maka og ísmolar (eru sérstaklega velkomnir).
Bústaðurinn heitir
Grenihlíð. Hann er í Þjórsárdal (ætla nú ekki að fara drepa ykkur úr leiðindum með leiðarlýsingu).
Helgin kostar 7000 kr (þannig að því fleiri sem koma þeim mun minna kostar þetta, hehehe).
Búnaður í GrenihlíðÍ bústaðnum eru 3 svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með sturtu.
Svefnaðstaða er fyrir 6 - 8 manns í tveimur herbergjum með hjónarúmi og einu herbergi með breiðri koju. Á staðnum eru 8 sængur og 8 koddar, en koma þarf með sængurföt (sængurver, koddaver og lök), handklæði, viskastykki, borðtuskur, eldhúspappír og gúmmíhanska (pant ekki vaska upp!).
Í bústaðnum er helluborð með 2 hellum og lítill ofn sem stendur á borði. Einnig fylgir borðbúnaður fyrir 12 manns (leirtau og hnífapör) og glös af ýmsum stærðum og gerðum. Auk þess eru öll almenn eldhúsáhöld, pottar og pönnur, handþeytari, pönnukökupanna, vöfflujárn og hraðsuðuketill.
Í bústaðnum
á að vera (það er ekki víst þannig að við skulum passa að taka skeinipappír) salernispappír, gólftuskur, uppþvottabursti og uppþvottalögur, gólf- og handsápa, sópur, moppa og fötur.
Af öðru innbúi í bústaðnum má nefna barnastól, barnarúm, útvarpstæki, lítið sjónvarp (14”) og gasgrill. Einnig eru á staðnum bækur og spil og smávegis af leikföngum fyrir börn.
Stór lóð er í kringum bústaðinn, á henni er hús þar sem er gufubað með sturtu sem er sameiginlegt með Grenihlíð, auk verkfærageymslu.
Lítill sandkassi er við húsið og á flötinni fyrir framan gufubaðið eru sameiginlegar rólur, vegasalt og fótboltavöllur.
Í geymsluskúrnum eiga að vera auka gaskútar og stórir svartir ruslapokar.
Svo fyrir þá sem eru nógu hressir í létta Jakagöngu þá er hægt að fara skoða Gjáfoss, Háafoss og Hjálparfoss. Svo er bara hægt að finna sér eitthvað til dundurs að Jaka sið.
Tillaga að öðrum nauðsynjum:
1. Höfuðljós
2. GPS tæki (það væri nú hneyklsi ef Jakar myndu villast)
3. Talstöðvar
4. Sjónauki
5. Áfengi
6. Matur
7. Singstar
8. Ýmis spil (Trivial, Mr.&Mrs., Leonardo & co og hvað sem ykkur dettur í hug)
og bara allt sem ykkur dettur í hug!
Vonumst til þess að allir komist, þetta verður fönn, fönn, fönn, fönn Jaka fönn :)
Kveðja
Valgerður og Halldór
(p.s. það er bara til ein mynd af bústaðnum og hún er eiginlega ekkert spes, segir ekki neitt þannig að þið bíðið bara spennt, hehe)