Jakaferð í sumar
Í mikilli sigurvímu á Kjalarnesinu eftir Eurovision var ákveðið að fara í ferð í sumar á Strandirnar. Allir sem voru mættir á Kjalarnesið verða í sumarfríi í júli og var ákveðið að nota sumarfríið og fara á Strandirnar 21.júlí - 25. júlí sem er í miðri viku. Helgarferð þótti frekar stuttur tími. Allir Jakar sem vilja koma með eru að sjálfsögðu velkomnir en að sögn kunnugra er nóg pláss fyrir fullt af tjöldum. Varðeldur, veiði, bátaferð, gönguferðir og fleira verður á boðstólnum. Náttúran í öllu sínu veldi. Endilega takið dagana frá og skráið ykkur því örfá sæti eru laus. Ferðin er styrkt af bjórsjóð bindindismanna og Stat oil.
border="0" alt=""id="BLOGGER_PHOTO_ID_5203537472321559378" />