fimmtudagur, maí 22, 2008

Jakaferð í sumar

Í mikilli sigurvímu á Kjalarnesinu eftir Eurovision var ákveðið að fara í ferð í sumar á Strandirnar. Allir sem voru mættir á Kjalarnesið verða í sumarfríi í júli og var ákveðið að nota sumarfríið og fara á Strandirnar 21.júlí - 25. júlí sem er í miðri viku. Helgarferð þótti frekar stuttur tími. Allir Jakar sem vilja koma með eru að sjálfsögðu velkomnir en að sögn kunnugra er nóg pláss fyrir fullt af tjöldum. Varðeldur, veiði, bátaferð, gönguferðir og fleira verður á boðstólnum. Náttúran í öllu sínu veldi. Endilega takið dagana frá og skráið ykkur því örfá sæti eru laus. Ferðin er styrkt af bjórsjóð bindindismanna og Stat oil.



border="0" alt=""id="BLOGGER_PHOTO_ID_5203537472321559378" />



þriðjudagur, maí 20, 2008

Smá Eurovision veðmál

Jæja, eru ekki allir spenntir fyrir fimmtudagskvöldinu?
Erum að fylgjast með fyrri hlutanum núna, nokkur ágæt lög sem gætu alveg komist áfram.
Vorum að spá hvort fólk væri ekki til í örlítið Eurovision veðmál?
Spá hvaða 10 lög komast áfram, en ekki segja það hér, og sá/sú sem er með flest rétt vinnur 1 stk öl frá hverju pari.
Hvernig líst ykkur á? Bara hafa smá fútt í þessu.
Hvað á svo að eta á fimmtudagskvöldið? Er fólk til í grill eða hvað?
Við vorum að velta fyrir okkur djúsí hammara. Aðrar tillögur? Annars má fólk auðvitað ráða bara sjálft hvað það kemur með.
Er ekki svo sniðugt að allir komi með eitthvað gúmmulaði (snakk, nammi, osta eða eitthvað slíkt) með sér svo það þurfi ekki einhver einn að leggja út fyrir alla hina? Mæting kl. 18:00?

Áfram Eurobandið!

Valgerður og Halldór.

fimmtudagur, maí 15, 2008

Móskarðshnúkur taka tvö

Hér kemur en ein hetjusagan af félögunum Himma og Reyni. Kannski ekki skemmtilegasta lesningin en alltaf gaman að skoða fallegar myndir. Ekki skemmir ef módelin eru fjallmyndalegir Jakar, berir að ofan. Jæja njótið myndan...

Tveir Jakar og aðdáedur Mercdes club númer 1 lögðu í aðra tilraun á Móskarðshnúk á þessu ári. Lagt var af stað í blíðskaparveðri eftir vinnu á miðvikudaginn síðastliðinn 14maí.
Veðrið var svo gott og stillt að bumburnar fengu aldeilis að njóta sín mestan part leiðarinnar.

Hér er Reynir alsæll með frábært veður og þennan líka fallega hlýrabol.

Hópmynd af öllum þeim sem gengu á móskarðshnúkinn 14.maí 2008 (samkvæmt gestabókinni á toppnum)
Hér veltir Reynir fyrir sér útsýninu og logninu sem var uppí skarðinu


Bakhliðinn á Reyni

Á nýjum skóm, nýjum buxum og nýjum bol...Hljómar eins og byrjun á ævintýri

Þegar komið var á topinn var varla hægt að halda aftur að sér gleðinni. Langur draumur um að fara uppá Móskarðshnúk loksins orðinn að veruleika, þeas að minni hálfu

Þetta útsýnini er kostað af La Sportiva
Þessi mynd er í boði 66°Norður faxafeni

Hér er svo eitt money shot af aðal styrktaraðilunum.
Jæja Það styttist í hnúkinn og maður er að verða meira en tilbúinn. Þeir Jakar sem stefna á hnúkinn, þá má ég til með benda ykkur á þessa heimasíðu http://glerardalur.is . Ganga sem er 12júlí í sumar og þess virði að reyna. Ekki slæmt að fá 24tinda í kladdan á einu bretti, Við Reynir ætlum allavega að reyna. Svo er fyrirhuguð ferð á Hraundranga um miðjan júní.
Þurfum við svo ekki að fara að skipuleggja Jaka útilegu
Ok ég er hættur, takk fyrir og góða nótt
Himmi









fimmtudagur, maí 08, 2008

Fjölskylduvænn eurovisionhittingur

Verið þið sæl!!
Er ekki kominn tími á hitting?? Var að hugsa hvort að við ættum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og hafa fjölskylduvænt eurovisionpartý. Hvernig lýst ykkur á? Ég veit svo sem ekkert hvenær við eigum að keppa en ég veit að það eru undankeppnir 20 og 22.maí og svo er úrslitakeppnin 24.maí.
Eurovisionsnillingarnir hjá Páli Óskari spá því að þetta lag detti út, hvað haldið þið?
En endilega látið í ykkur heyra, við erum laus alla þessa daga.
Kv. af Kjalarnesinu

mánudagur, maí 05, 2008

Móskarðshnjúkar/Hekla


Síðasta vika í máli og myndum.


Hilmar og Reynir skelltu sér á tvö fjöll.


Fyrra fjallið var Móskarðshnjúkur á miðvikudaginn 30.apríl. Lagt var af stað eftir vinnu og bjuggumst við félagar við léttri göngu daginn fyrir 1.maí. Uppgangan gekk vel þangað til að toppurinn nálgaðist. Þá tók á móti okkur þvílíkt hávaða rok að flestir áttu erfitt með að standa í lappirnar, þannig ekkert vit var að halda lengra. Móskarðshnjúkur er því en ósigraður allavega að minni hálfu. Við félagarnir vorum nú ekki alveg samt sáttir og fórum í kapphlaup upp smá hól þarna. Þegar upp var komið var eins og bíll hafi keyrt á mann, svo mikill var vindurinn að hann feikti okkur um koll. Ágætis adrenalín kikk það og næst á dagskrá er að kaupa sér vindmæli til að geta komið með tölulegar upplýsingar hingað inn.







Næst á daskrá var drottningin Hekla


Lagt var af stað um klukkan 7 um morgunin og bílnum lagt í Næfurholtsfjöllum ca 2tímum seinna eftir smá jeppabrölt þar sem Suzuki stóð sig með stakri prýði og var eiganda sínum til sóma.





Veðrið var mjög gott þrátt fyrir smá rigningu til að byrja með á göngunni. Þegar búið var að klífa snæviþakta fjallshlíðina og Hekluhryggurinn nálgaðist var Kári farinn að minna á sig með tilheyrandi snjófoki.




Þegar komið var í ca 1200m hæð og var um 2km labb á hryggnum eftir þegar farastjórinn ákvað að snúa við. Vindurinn lá beint i fangið og ekki fýsilegt að halda áfram. Enda þegar svona mikill vindur er erfitt að stoppa án þess að hreinlega ofkælast.



Auðvitað hlýnaði svo á leiðinni niður og veðrið lék við okkur. En aldrei sást í toppinn á Heklu svo þykkur var skýjabakkinn yfir henni. Þrátt fyrir þessi vonbrigði var útýnið gott á leiðinni niður og ansi gaman var að renna sér niður mjúkan snjóinn á afturendanum.

Hekla mun semsagt bíða eftir að komast á listann yfir sigruð fjöll. Það má segja að síðasta vika hafi ekki verið sú besta í fjallgöngubransanum. En þá er bara að krossa fingurna því það styttist í Hnjúkinn eða 31.maí