þriðjudagur, júlí 31, 2007

Hratt flýgur fiskisagan

Varla frásögufærandi en Sandvatn er eitt fiskveiðivatn landsins þessa dagana. Á göngunni yfir leggjabrjót nældi ég mér í nokkra laxa en þurrkatíðinn í sumar hefur greinilega haft áhrif á fleira en gróðurinn enda fiskurinn frekar þurr að sjá. Vegna plássleysis í bakpokanum voru fiskarnir jarðaðir á staðnum svo ég verð að bíða með að fá einn uppstoppaðan 30punda lax á stofuveginn.
Ég legg því til að i næstu ferð verður almennilegur veiðibúnaður tekinn með, því aldrei veit maður hvenar maður lendir á svona fiskerí aftur.
Jæja það er fiskilykt af þessu öllu saman
kv Himmi Kvótalausa fíflið

Leggjabrjotur - myndir









mánudagur, júlí 30, 2007

Leggjabrjóturinn

Eftir mikla skipulagningu var loksins haldið af stað í gönguferð yfir Leggjabrjót úr Botnsdal á Þingvöll. Byrjaði dagurinn eldsnemma þar sem Reynir og Halldór keyrðu á Þingvöll og skildu eftir bíl þar. Síðan var haldið í Mosfellsbæinn og beðið eftir Hilmari og tengdaföður hans sem að skutlaði okkur í Botnsdal í Hvalfirði. Komið var á staðinn um 9 og í för voru Halldór, Hilmar, Reynir og Valgerður.

Ferðin sóttist nokkuð hratt til að byrja með í góðu veðri og fólk spennt fyrir ferðinni. Fljótlega fór hungrið að segja til sín hjá hluta hópsins og var ákveðið að á við Sandvatn. Þar var ferðin tæplega hálfnuð og fólk hámaði í sig nestið. Eftir það var setið í sólinni og spjallað í dágóðan tíma. Einnig styttum við okkur stundir með smá fíflalátum auk þess sem fyrsta neðansjávarvarða Sandvatns var búin til.

Haldið var áfram og að lokum náðum við hæsta punkt þar sem Leggjabrjótur er skammt frá og að sjálfsögðu var tekin hópmynd þar. Á þessum tímapunkti var hitinn farinn að aukast og sólin að rísa hærra. Síðasti hluti ferðarinnar gengum við meðfram Öxaránni í aflíðandi halla með útsýni yfir Þingvöll. Að lokum komum við að bílnum þar sem var lagst í grasið, étið og rætt um viðburði dagsins.

Er þetta nokkuð auðveld ganga sem ætti að taka um 4-6 tíma fyrir fullfrískt fólk. Nóg er að sjá á leiðinni þar sem Botnsúlur og gljúfur Öxarár standa helst upp úr. Einnig var gaman að koma að Sandvatni og upp á Leggjabrjót þar sem maður sér greininlega af hverju hann ber það nafn. Að lokum vil ég skora á Halldór að setja inn einhverjar myndir úr ferðinni.

Kveðja úr vesturbænum,

ReynirJ

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Leggjabrjótur it is!

Jæja þá er það ákveðið við ætlum að skella okkur í göngu á laugardagsmorgun og ferðinni er heitið á leggjabrjót eða í leggjabrjót skiptir engu máli.
Þeir sem hafa boðað komu sína eru ég Hilmar frá Kópavogi, Hjónakornin úr Mosfellsbænum og síðast en ekki síst Reynir úr Árbænum. Halldór er reyndar að berjast við kvefpest en kappkostar við að reyna að ná sér.
Ef fleiri vilja með þá endilega drífa sig að ákveða sig til að hægt sé að fara huga að bílamálum.

Svo er það Héðinsfjörður um Versló fyrir þá sem hafa áhuga.

Servus
Hilmar

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Vitni taka lýsi eða lýsi eftir vitnum

Smá rugl fyrirsögn en ég er að leita að einhverjum sem gæti haft áhuga á að skella sér í litla göngu á fös eða lau og gista í eina nótt einhverstaðar. Ekki ósvipað og hin margrómaða ferð í Innstadal var. Ef einhver hefur hugmyndir eða vill koma með endilega commentið.
farinn að vinna
kv Hilmar Einbúi

mánudagur, júlí 23, 2007

Erum aftur byrjuð að blogga

Fyrir þá sem vilja fylgjast með okkur þá erum við aftur byrjuð að blogga á blogcentral.is/valdor.
Það er alltaf þannig að þegar einn úr fjölskyldunni flytur erlendis þá byrjar maður að blogga.
Allavega, getið kíkt á þetta ef þið viljið.

kveðja
Valgerður yfirbloggari og Halldór ekki svo mikill bloggari.

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Party a föstudaginn

Sælir Jakar
Við á Þrastarhöfðanum bjóðum ykkur í partý á föstudaginn kemur, léttar veitingar í boði. Vonast til að sjá sem flesta.
Mæting eftir kl. 20:00

Endilega látið okkur vita hvort að þið komið.

Fjallganga





Ég skellti mér í veiðiferð norður á Skagaheiði um daginn í 3 nætur þar sem ég notaði hálfan dag í fjallgöngu. Var mesta útsýnisfjall landsins fyrir valinu, Mælifellshnjúkur. Kunnugir segja að sjá má fjallið úr 10 sýslum en ekki var það sannreynt að þessu sinni og er þetta þar með víðsýnasta fjall landsins.

Er það auðvelt uppgöngu um skriður eftir ógreinilegum stikum og hvergi nein raunveruleg hætta. Ferðin tók um 3 klst upp og niður með hálftíma stoppi á toppnum í 1147 metra hæð samkvæmt opinberum kortum. Læt hér fylgja nokkrar myndir með.


miðvikudagur, júlí 11, 2007

Í sól og sumaryl ég samdi þennan dálk...

Það er nú meiri einmuna blíðan sem hefur verið í landinu síðustu daga. Það var nefnt í brúðkaupinu hjá Halldóri og Valgerði hvort það væri ekki stemning fyrir útilegu. Besta veðurspáin er klárlega á Vesturlandi og í uppsveitum Suðurlands þannig að stefnan er að sjálfsögðu þangað. Allavega voru ég og Sólrún að spá í að fara eitthvað úr bænum í sólina. Allur félagsskapur er vel þeginn í tjaldútilegu. Einhver stemning fyrir henni?

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Jaki i landsliðinu gegn Svium

Vil minna fólk á að Himmi er að spila á föstudaginn með íslensku Nördunum gegn þeim sænsku. Hef heyrt að Himmi sé með nóg af miðum. Við munum reyna að mæta.