fimmtudagur, október 27, 2005

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Jæja góðu Jakar nær og fjær. Eins og kannski flestir vita þá starfa ég í flugbransanum og á þeim bænum er allt skipulagt langt fram í tímann. Fyrir um það bil viku síðan þá var ég að setja upp áætlun um það hvernig við ætlum að fljúga um jólin, þannig að það gildir að vera snemma á ferðinni í að skipuleggja í þessum bransa. Það sama virðist vera með Jakana það verður að skipuleggja allt með góðum fyrirvara til þess að sem flestir geti mætt á þá fáu en góðu viðburði sem eru í boði hjá okkar fína félagi. Næsta samkoma Jakanna verður þann 11. nóvember, bara svona að minna á það. Fyrir nokkrum dögum kom þessi líka fína hugmynd frá okkar ágæta Kannslara honum Nilla um að halda aðeins öðruvísi partý. Þessari hugmynd var vel tekið af undirritaða og fleirum. Hugmyndin er sú að halda á nýju ári nánar tiltekið þann 21. janúar 2006 búningapartý þar sem allir verða að koma í einhvers konar búningum (bannað að vera dómari eða leikmaður FH, Elli). Með því að setja niður þessa dagssetningu með um 3 mánaða fyrirvara ættu allir að geta notað tímann til þess að finna sér flottasta búning í heimi. Staður hefur ekki verið ákveðinn en nokkrir staðir koma til greina. Algjör skilda er að mæta í búning af einhverju tagi og er skilyrði að fólk leggi nú smá metnað í það verk. Þeir sem eru spenntir fyrir uppákomu sem þessari eru vinsamlegast beðnir um að setja þetta í reminder í símanum sínum og það strax. Það er ekki hægt annað en verða með í svona frábæru partýi sem verður án efa mjög fyndið og skemmtilegt. Svo ætti auðvitað að ríkja leynd yfir búningavali hjá hverjum og einum. Endilega látið heyra í ykkur varðandi þetta, því þetta verður án efa fyndnasta partý næsta árs.

mánudagur, október 17, 2005

Afmæli???

Sælt veri fólkið!

ég þakka þeim sem að voru viðstaddir á Eggertsgötunni á laugardagskvöldið fyrir flott kvöld, allavega skemmti ég mér vel, enda var löngu kominn tími á hitting. Þar var rætt um komandi afmæli. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka okkar fyrsta afmæli með trompi!!!
Stefán hvað ert þú að hugsa með afmælið þitt? Varstu eitthvað að pæla í að sameina þessi tvö stórafmæli? Hvenær varstu að pæla í að halda upp á amælið þitt eða ætlaru að halda uppá afmælið yfir höfuð???
Það er allavega möst að við Jakarnir hittumst og tökum verulega á því, poppum þetta aðeins upp, og fögnum árs afmæli okkar!!! Eru einhverjir með óska dagsetningar ?

p.s. minni Jaka og maka á að koma í sínum fínustu undirfötum í næsta Gigg!!! Upphitunin á laugardaginn heppnist ágætlega og á ég ekki von á öðru en það verði hart barist á næsta móti!!! Keppt verður karla- og kvennaflokki og einnig sameiginlegum flokki!!! Hver hlýtur hin eftirsóknaverða titil Brókarmeistari Jaka 2005??? Spurning um að leggja í púkk og fjárfesta í vinning og farandsbikar!

Jæja látið í ykkur heyra

Kveðja,
KANSLARINN

Gaman gaman

Þá er helgin liðin og margir Jakar svona frekar slappir í gær, sunnudag. Fimm Jakar héldu til Þingvalla á laugardagsmorgun í mestu rigningu síðan á landnámsöld í hellaskoðun. Hellirinn fannst með góðri aðstoð nútímatækni GPS-tækisins hans Himma. Gengum við allann hellinn þar til að við komumst ekki lengra og kom það okkur á óvart því við héldum að við gætum farið í gegum hann. Á leiðinn til baka var stoppað á góðum stað í hellinum til að borða nesti. Haldið var heim og svo var hittingur á Eggertsgötunni. Þar fóru Jakar á kostum enda langt um liðið síðan svona margir Jakar hittust til að drekka bjór og skot. Flestir voru vel í glasi og er óhætt að segja að flestir hafi skemmt sér vel. Þeir sem misstu af þessum gleðskap þurfa ekki að örvænta því heyrst hefur að annar gleðskapur verður von bráðar á góðum stað undir Esjunni, ég læt aðra um að segja til um það frekar.

föstudagur, október 14, 2005

Hellirinn



Ég hef verið að rannsaka kortin heima og hef nokkurnvegin komist að því að þessi hellir er öðruhvoru megin við vegin svona 150m frá honum og samkvæmt gps staðsetningu þar sem rauði krossinn er á kortinu (þá meina ég ekki samtökin). hef verið að sörfa líka á netinu og skoða myndir frá þessu og held ég að maður gæti orðið skítugur í brölti sínu um hellinn svo ekki koma í flottustu útivistarfötunum. (Herdís stílisti gæti kannski veitt ráðgjöf, bara hringja í hana) Þetta er náttúrulega ofan í jörðinni svo við þurfum ekkert að líta vel út.

qoute: Gjábakkahellir er hluti af geysimikilli hrauná sem rann neðanjarðar í síðasta gosi á Þingvöllum. Hellirinn er stór en nokkuð seinfarinn. Leiðarlýsingin er álíka dularfull og ferð á annað tilverustig: "Þið haldið eftir löngum dimmum göngum þar til þið sjáið bjart, hvítt ljós framundan".

qoute:
My very first cave-trip by Björn Finnsson
When the author was young and slim he joined the boy-scouts and has been one since. In 1962 a general assembly was held during al weekend near Thingvellir. A group of few visited the 350 m long cave Gjábakkahellir and the author describes the effect it had on him and its long lasting effects..

Alla vega er maður farinn að hlakka til og ætlum við Herdís að fara kaupa nesti fyrir morgundagin á eftir.

miðvikudagur, október 12, 2005

Helgarplan

Jæja JAKAR.

Nú er komið að því. Fyrsta JAKA-ferðin í vetur. Farið verður í Gjábakkahelli við Þingvelli á laugardaginn næstkomandi 15. október. Legg ég til að fólk hittist og sameini í bíla til að spara kostnað. Legg ég til að lagt verði af stað milli klukkan 10 og 11.
Gjábakkahellir er, eins og Hilmar setti inn í síðustu færslu, með hnattstaðsetninguna (N 64° 13' 180", W 20° 59' 501"), en það er rétt við veginn milli Laugarvatns og Þingvalla.

Búnaður sem JAKAR eiga að hafa með sér er:
Hjálmur
Höfuðljós (þeir sem eiga svoleiðis annars vasaljós)
Hanskar
Gönguskór
Nesti
Myndavél

Um kvöldið hefur Halldór svo að öllum líkindum boðist til að hýsa JAKA fyrir bjórdrykkju, en það er ekki enn staðfest.

Þeir sem hafa meldað sig í þetta eru:
Elías
Halldór
Valgerður
Hilmar
Herdís
Inga
Stebbi (Ásta er að vinna og kemur ekki)

Líklegir:
Doddi

Og svo ætlar Níels að kíkja við um kvöldið.

Endilega kommentið á þetta og ef aðrar tímasetningar henta látið þá vita.

Elías Már

mánudagur, október 10, 2005

Mánuður í Afmæli

Á morgun er mánuður í afmæli Jakana og það er nú ekki frásögufærandi hvað við höfum verið ódugleg að gera eitthvað saman síðustu mánuði. Maður sjálfur hefur verið frekar upptekinn að fara til útlanda og aðrir að unga út barni svo eitthvað sé nefnt.
Ég var bara að spá hvort það sé einhver byrjaður að skipuleggja party eða aðalfund og hvort það á að fara í einhverjar ferðir bráðum, Eiturgufutrippið okkar í skorradal heppnaðist nú einstaklega vel síðast. Fleiri hellaskoðanir kannski, frétti af helli á þingvallasvæðinu sem tekur 40mín að labba í gegnum og eru fallegir steinar í honum. Keiluferð kannski eða bara almennilegt fyllerí sem er alltaf klassískt.


Hér er ein tekinn á góðri stund í eldfjallaskoðun

Jæja ég kveð í bili hér af norðurlandinu í snjókomu og frosti.

Hilmar

föstudagur, október 07, 2005

Til lukku Reynir og Sólrún

Fyrr í dag bárust mér þessi smáskilaboð frá félagum okkar.

Lítil falleg stelpa komin í heiminn. Fæddist kl. 17:03 með keisara. 49 cm og
3605 grömm. öllum heilsast vel. Kveðja Reynir, Sólrún og dóttir.


Óska ég þeim innilega til hamingju með dótturina og megi þau lifa vel og lengi.

Elías Már