laugardagur, apríl 30, 2005

Það er lítið að frétta af mér nema að maður er alltaf að vinna bara, hef ekki enþá komist í neitt ritgerða eða les stuð. Annars var ég að leika í stuttmynd í dag sem kemur á netið innan tíðar og þið verðið látin vita af því. Myndinn er um Hinn unga Derrick og aðstoðarmann hans Harry Klein sem ég leik. Posted by Hello

Hér er ein mynd af manni í Action Posted by Hello

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Lestrarþreyta á fimmtudegi


Núna hafa örugglega flestir nóg að gera í skólanum eins og vanalega á þessum tíma rétt fyrir prófin. Læt einn léttan Garfield hérna inn sem að mér finnst fyndinn.
Kveðja,
Áróðursmálaráðherra

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Jaki í lífsháska


Fyrst það er í tísku í dag að sýna myndir þá sendi ég hér eina mynd inn. Ég fór í mörkina um daginn fyrir verkefni í sagnfræðilegri landfræði. Það mátti ekki tæpara standa en að Reynir féll næstum því ofan í dýpsta brunn í heimi. Vatnslaus var hann að vísu en upp hefði ég nú sennilega ekki komist. Sumir blóta kannski í hljóði en ég slapp lifandi úr þessum háska.

mánudagur, apríl 25, 2005


Horft inn Reykjafjörð
Halldór


Ísjaki
Halldór


Nes á norðurlandi
Halldór


Laugardalurinn
Halldór

Gjögur á sumardaginn fyrsta

Skrapp á Gjögur sumardaginn fyrsta með vistir handa íbúum hreppsins, mjólk, appelsínur og annað góðgæti var með í för. Tók nokkrar myndir og hérna kemur smá sýnishorn af því besta frá þessum landshluta.

laugardagur, apríl 23, 2005

Glói í háska á svanaslóðum

Sá á mbl.is að Glói þeirra Stebba og Ástu lenti í háska við nokkuð stóran svan á Seltjörn í gær. Vona að hann sé búinn að jafna sig á þessu. Sýndist vera mjög reiður svanur.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar!

Nú byrjar sá tími sem allir hafa beðið eftir, vor og sumar. Þetta er sá tími sem flestir Jakar verða á ferðinni og njóta þess að vera lausir við fyrirlestra í Háskólanum. Megið þið eiga frábært sumar og fara á sem flest fjöll, nú eða bara hvert sem er.
GLEÐILEGT SUMAR

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Aðalfundur Fjallsins

Það er eins og einhver þagnarmúr hafi fallið í dag hef aldrei séð eins mikið blogg á einum degi. var bara að spá hvort einhver hafi farið á fyrirlesturinn um Palmvensl milli slembimengja í Z^d nánar hér
Og eitt annað ætlar einhver að fara á Aðalfund Fjallsins. Ég verð örugglega að vinna á morgun svo ég kemst ekki í hádeginu en ég væri til að kíkja um kvöldið milli 20 og 20:15 þeir eru víst eitthvað strangir á mætinguni þessa dagana. Annars hef ég ekki verið boðaður á fund. Síðast þegar ég vissi bar ég starfsheitið ljósmyndari fjallsins en hef lítið sinnt því vegna nefndarstarfa innan JAKA og endalausum bloggskrifum.
P.S. Mæli svo með stórmyndinni Der Untergang helvíti góð mynd (Þýsk mynd ekki eitthvað amerískt drasl) tilvalið að skella sér á hana í dag sérstaklega þar sem Hitler hefði átt afmæli í dag en sem betur fer dó hann og hefði í raun verið best að hann hafi aldrei fæðst, en það er bara mín skoðun

Hvað nú?

Þar sem flestir Jakar eru að útskrifast á næstu mánuðum, nokkrir núna í júní og nokkrir í október (ein leið til að halda íbúðinni lengur er að útskrifast í október, en það er önnur saga), það væri gaman að heyra frá Jökum hvað þeir eru að fara að gera þetta sumarið og kannski lengur. Ásta og Stebbi verða í Þórsmörk, Elli við Mývatn osfrv. Ég er að vinna hjá Landsflugi í flugumsjón og verð hérna næstu mánuðina en hvað með restina? Reynum nú að vakna aðeins af þessum dvala sem við erum búin að vera í og höldum þessari síðu gangandi, Hilmar á hrós skilið fyrir sitt framlag.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Fréttir af verðandi Kjaló-genginu

Af okkur Stebba og Glóa er allt gott að frétta. Eftir 6 daga fæ ég myndavélina mína (Canon 20D) og eftir 17 daga fáum við húsið okkar svo afhent, GET EKKI BEÐIÐ!!! Svo erum við að fara að vinna í Þórsmörk í sumar hjá Kynnisferðum. Við verðum þar ásamt hópi af fólki að vinna í Húsadal, ég við skálavörslu og fleirra, en Stebbi og Glói við smíðar og viðhald húsa. Við vorum nú búin að fá mjög landfræðileg störf í bænum en við erum ekkert sérstaklega spennt fyrir þeim, en það var Ruslið hjá Stebba og ég átti að sitja í peysufötum í Árbæjarsafni og spinna ull eða eitthvað:)
Ég er ánægð með þetta innlegg hans Ella, við verðum að halda blogginu gangandi. Til hamingju með Mývatnsstarfið Elli, passaðu bara að vera ekki étinn af mýflugunum.
Posted by Hello

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Elli fer í Mývatnssveit

Nú er voðalega langt síðan JAKI hefur bloggað hér og ætla ég að bæta aðeins úr því.

Þá er það komið á hreint. Elli, vínmeistari JAKA, er á leið í Mývatnssveit, og mun hann starfa sem landvörður þar í allt sumar. Hvetur hann alla til að kíkja í heimsókn, þetta er ekki svo langt.


Elli

föstudagur, apríl 01, 2005

Sannleikurinn um gönguna á Skírdag

Þó svo að við sem fórum í gönguferð á skírdag höfðum lofað hvort öðru að láta þetta aldrei fréttast, þá lentum við í bölvuðu basli upppí Reykjadal og kalla þurfti út þyrlu Landhelgisgæslunar. Ég bara mátti til með að segja frá þessu leyndarmáli því þetta er búið að bjaga mig svo mikið undanfarið. Auk þess sem það náðust svo góðar myndir af björgununni. Ef til vill Fréttamyndir ársins
Posted by Hello

Touching the void (öll von úti)

JAKARNIR voru orðnir þreyttir eftir klukkutímagöngu í vondu veðri og glöddust þegar þyrlan mætti á svæðið Posted by Hello

Fall er faraheill (ég tek gps tæki með næst)

Eftir að Þyrlan var kominn á svæðið og stutt í björgun þá tóku flestir JAKAR gleði sýna á ný enda flestir farnir að undirbúa sig undir það versta Posted by Hello