mánudagur, febrúar 28, 2005

Nokkrar myndir

Setti nokkrar myndir inn á mína persónulegu heimasíðu en það eru flest allir velkomnir í Himmaríki

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Styttist í ferðina

Nú er heldur betur farið að styttast í ferðina og öll skipulagningin farinn að skila sér heldur betur. Nú er að duga og drepast eða ekki drepast, hverjir ætla að fara og hvenar ætlið þið að fara. við Herdís förum líklega uppúr kl17 á föstudaginn og ætlum heim milli kl12-13 á sunnudaginn. Við erum alveg til í sameiginlegan mat á laugardaginn eða hvernig sem það fer. Valgerður, Við tökum kannski svona eina rúllu af wc pappír með okkur svo ekki hafa áhyggjur af okkur. Kannski við tökum eitt sápustykki líka.
Svo var Elli að tala um að Nilli kæmi kannski ekki, ég sel það dýrara en ég keypti það. Þannig þið öll sem ætluðuð að sníkja far með honum sníkjið eitthvað annað. Jæja ég man ekki meira í bili og segi hér með formlega skipulagningu setta
kv Hilmar óformlegur óskipulagmálaráðherra

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Glói (til hægri á myndinni) hefur hætt við að koma með í bústaðinn til þess að hlífa foreldrum sínum frá því að vera sett á svartan lista hjá Eflingu. En hann segir annars góða ferð:)
 Posted by Hello

mánudagur, febrúar 21, 2005

Sumarbústaðarferðin

Jæja, ég er orðin svaka spennt fyrir helginni, vonandi þið líka. Er strax byrjuð að plana hvað ég ætla að taka með og versla. Heitir staðurinn sem bústaðurinn er á Indriðastaðir? Ég var eitthvað að velta þessu fyrir mér og skoða kort.

Þeir sem ætla á föstudegi eru: Halldór og Valgerður, Himmi og Herdís, Reynir og Sólrún, Viddi, Ég og Einar
Laugardagur: Stebbi og Ásta, Nilli og co (í dagsferð), Elli.
Eru þetta réttar upplýsingar?

Skv upplýsingum frá Ástu á blogginu síðan í byrjun feb þarf að hafa með sér:
Sængurver eða svefnpoka,handklæði, viskustykki, klósettpappír og sáp. Svo er auðvitað skylda að taka með sér útivistarföt þar sem við erum nú útilegumenn.

Svo er bara spurning með mat? Eigum við að hafa sameiginlegan mat á laugardagskvöldið og slá upp veislu? Það var nú einhversstaðar búið að stinga upp á svoleiðis.

Kv inga

Sumarbústaðarferðin

Jæja, ég er orðin svaka spennt fyrir helginni, vonandi þið líka. Er strax byrjuð að plana hvað ég ætla að taka með og versla. Heitir staðurinn sem bústaðurinn er á Indriðastaðir? Ég var eitthvað að velta þessu fyrir mér og skoða kort.

Þeir sem ætla á föstudegi eru: Halldór og Valgerður, Himmi og Herdís, Reynir og Sólrún, Viddi, Ég og Einar
Laugardagur: Stebbi og Ásta, Nilli og co (í dagsferð), Elli.
Eru þetta réttar upplýsingar?

Skv upplýsingum frá Ástu á blogginu síðan í byrjun feb þarf að hafa með sér:
Sængurver eða svefnpoka,handklæði, viskustykki, klósettpappír og sáp. Svo er auðvitað skylda að taka með sér útivistarföt þar sem við erum nú útilegumenn.

Svo er bara spurning með mat? Eigum við að hafa sameiginlegan mat á laugardagskvöldið og slá upp veislu? Það var nú einhversstaðar búið að stinga upp á svoleiðis.

Kv inga

Svo ein svona í lokinn til að gleðja suðurnesjamenn. Það er greinilegt að Jakar hafa mikið látið til sín taka um helgina. Þetta er Hilmar ímyndasköpuður sem kveður frá norðurvígstöðvunum

Himmi

Hér er svo önnur betri, gæti gefið okkur vísbendingar um snjóalög og færð næstu helgi. Þess má geta að engin hafís var sjáanlegur

Himmi

Eins og Allir vita þá skrapp ég norður um helgina. Tilefnið var áríðandi stjórnarfundur hjá Flugfélagi Íslands og smá árshátíð félagsins. En svona í alvöru talað, þá flugum við á föstudaginn í geðveikt góðu veðri og sem betur fer var myndavélin með í för. Hér er ein af Skorradal (vona að ég sé ekki að ljúga að ykkur) Efst á myndinni sést Snæfellsnesið

Himmi

laugardagur, febrúar 19, 2005

Létt ferðasaga

Fyrsta fjallganga ársins var farin í ágætu veðri laugardaginn 19 febrúar. Eftir að hafa skoðað kort og hve mikill snjór voru í fjöllum ákváðu ég og Andrés að skella okkur á einn af tindum Akrafjalls. Það er ágætt að byrja á tiltölulega léttum fjöllum svona snemma árs þegar formið er vægast sagt lélegt. Hérna að neðan fylgir stutt myndasaga um þessa ferð.

Áróðursmálaráðherra


Það var auðvitað vaknað eldsnemma. Posted by Hello


Ég og Andrés komnir að rótum fjallsins. Verið að finna sig til. Posted by Hello


Þarna erum við félagarnir komnir upp í grunnbúðir þar sem létt vatnspása var tekin í þunna loftinu. Posted by Hello


Farið að sjást í toppinn. Posted by Hello


Þarna erum við farnir að nálgast toppinn eftir nokkuð erfiða göngu. Posted by Hello


Svolítið klettabrölt á leiðinni. Posted by Hello


Þarna erum við félagarnir komnir á toppinn. Einn tindurinn enn lagður að velli. Posted by Hello

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Nýjar myndir í bílahorninu !!!!!!!

Fólk hefur verið að hringja í mig á öllum tímum sólarhringsins til þess að vita hvort ekki megi búast við nýjungum í bílahorninu. Að sjálfsögðu hef ég orðið við þeirra óskum.
Samgöngumálaráðherra.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Að keila eða ekki að keila

Halldor stakk upp a þvi, i siðustu viku, að kikja i keilu i kvöld, og ætla eg að athuga með stemninguna fyrir þvi. Eru JAKAR til i að kikja i keilu i kvöld?

Vinmeistari

ps. a i vandræðum með lyklaborðið mitt, þess vegna eru engar kommur yfir stöfunum.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Febrúarferð

Jæja þá fer að líða að þessari ferð. Þannig er mál með vexti að við Herdís vorum að spá að fá bíl foreldra hennar lánaðan og fara á bíl þannig að það væri kannski í besta falli pláss fyrir þrjá með okkur. Já svo er herdís að vinna til 16 eða 17 það fer eftir því hvenar hún fer í vinnuna svo við færum ekkert af stað fyrr en þá. Svo getum við alveg tekið með okkur svefnpoka það er ekki málið (við nennum ekki að búa um). Ég held að Halldór&Valgerður eða Dóri og Valla eins og ég kalla þau (Djók) ætla á bíl, þannig að Reynir&Sólrún eða Reynsi og Solla, Viddi og Stebbi eru einu sem vantar far á fös. þannig allir sem vilja fara á fös ættu að komast.
Svo er spurning með Ingu og Einar ég hef ekki heyrt ferðatilhögun þeirra enþá. og svo veit Elli ekki enþá hvort hann sé einn eða tveir.
Svo sagði Halldór mér að þau skötuhjú þurftu að fara snemma á sunnudaginn svo fólk er ekkert spennt að fara með þeim í bíl heim svona snemma á sunnudagsmorgun eins og hann Jón Ólafsson söng svo fallega um í sumar.
Jæja er eitthvað til í þessum ráðstöfunum er ég að gleyma einhverjum?
Jæja gangi ykkur vel þennan mánudag
kveðja
Hilmar Ímyndasköpuður

föstudagur, febrúar 04, 2005

JakaBolir

Sendi póst að gamni til merkt.is (Er ekkert viss um að það sé besti kosturinn) þeir sendu mér gagntilboð:
Grunnverð á hvítum bol með einni merkingu öðru megin: kr. 1.990,-
Grunnverð á lituðum bol með einni merkingu öðru megin: kr. 2.390,-
Verðið fer svolítið eftir stærð og tegund prentunar,
Hér sérðu þær tegundir sem við erum með í boði:http://www.merkt.is/prentun.htm

Ég sé nú enga fallega boli á þessari síðu en það getur vel verið að það sé þarna einhverstaðar. mér finnst nú ekkert svo mikið að merkja bol fyrir 1990Ikr hvað finnst ykkur.
Ég skoðaði líka brosboli en þeir hljómuðu þannig á heimasíðunni allavega að þeir gerðu ekki böli nema fyrir einhverja 70stk lámarkspöntun. Svo við verðum aldeilis að fara stækka samtökin ef það á að ganga eftir.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Skorradalur 2005

Jæja, núna erum við búin að borga bústaðinn þó svo að það séu ekki allir búnir að borga. Okkur sýnist þetta verða í kringum 12 manns, en við vonumst til þess að fá alla Jaka og maka með. Ef að fólk kemur sér í það að borga fyrir bústaðinn, þá hljótum við að geta keypt lítinn pela eða eitthvað slíkt, svo að skála megi fyrir fyrstu Jaka-ferðinni. Um er að ræða þrjár nætur og er leigan frá föstudegi til mánudags. Það eru svefnstæði fyrir 9 en gert er ráð fyrir að 13 manns geti gist í húsinu. Það sem þarf að hafa með er: sængurver (reyndar eru bara 9 sængur svo að einhverjir þurfa að taka með sér svefnpoka), handklæði, viskustykki, klósettpappír og sápa. Veiðileyfi fylgja bústaðinum en það gæti reynst erfitt að veiða eitthvað á ísilögðu vatni:) Svo er auðvitað skylda að taka með sér útivistarföt þar sem við erum nú útilegumenn.
Við verðum bara að tala okkur saman um hvernig bílamál standa. Ég kemst t.d. ekki fyrr en á laugardeginum en Stebbi á föstudeginum og annað okkur tekur þá örugglega bílinn (Gullna Hvalinn).

PS: Ég hef eina spurningu sem ég beini til Hilmars: hvernig standa málin með logo-ið, á ekki að fara að búa til boli og annan Jaka varning:)

miðvikudagur, febrúar 02, 2005


Jæja þá fer bílahorn Stebba loksins að fara í ganga aftur. Að sökum tæknilegra örðuleika hefur þetta tekið svona lagan tíma. En hér eru nýjustu fréttirnar: Stebbi er að taka vélina upp úr "Gúrkunni" og hér má sjá mynd af því. Posted by Hello

Febrúarferðs-umræður

Það er nú varla að maður hafi tíma til að skipuleggja eitthvað í kringum þessa Skorradalsferð næstkomandi. Allar helgar uppteknar, ef það eru ekki afmæli þá eru það árshátíðir eða eitthvað álíka áfengistengt. Svo er maður náttúrulega að fara skipuleggja ferð til kúbu í þykjustunni og reyna að fá Vestur Íslendinga aftur til landsins í annari þykjustuverkefni. Alltaf gaman að þessum þykjustuferðum en þær ná þó aldrei alvöru ferðalögum í gæðum.
Þá er komið að umræðunum. Svona nokkrar spurningar. Hvað eru margir komnir á blað og hvað eru margir að borga. hvað eigum við að gera(Taka spil með, fara í nude-twister, baka brauð, drekka áfengi) bara svona nokkrar uppástungur. hvaða útbúnað þarf að hafa? hverjir ætla á bílum? verður rúta? Er flugvöllur nálægt? hver er lega bústaðsins í Is-net 93 hnita kerfinu og svo framvegis.
Bara svona nokkrar uppástungur að umræðum. mér finnst þetta blogg búið að vera í svolítilli lægð að undanförnu. um að gera að rífa þetta aðeins upp.
Kær kveðja Hilmar ýmindasköpuður
p.s. óstaðfestar fregnir segja að ég sé farinn að blogga aftur á nýrri síðu og hafi rakað skegg mitt í tilefni af því. Bloggið verður ekki gefið upp að þessu sinni vegna ótta við ofsóknir.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Takk fyrir!

Ég þakka kærlega fyrir allar kveðjurnar! Dagurinn í gær var nú bara askoti rólegur og góður, bjór og handbolti.
Fer ekki að koma tími á bjórkvöld og keilu, það þarf að fara þagga niður í "meistaranum"! Stefán hvað klikkaði síðast?
Kveðja,
KANSLARI Níels