JAKAR
FÉLAG HÁSKÓLAMENNTAÐRA ÚTILEGUMANNA
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Karlahlaup
Hið Árlega karlahlaup Jakana eða Öskjuhlaup fer fram í Náttúruhúsinu klukkan 20 í kvöld. Skráning stendur yfir á borði nálægt bókasafninu á annari hæð. Keppnin fer þannig fram að byrjað verður við kaffi náttúru þeas inn í horni. þaðan hlaupið meðfram trévirkinu og að glerhurðinni. Þaðan aftur til baka og sá sem hleypur fyrst á veggin þar sem við byrjuðum vinnur.
Meira um hlaupið:
Hlaupið er árlegur siður jaka til styrktar Styrktarsjóði Charlie B sem er einn af lærifeðrum Jakana.
jæja best að fara hita upp´sjáumst hress í Öskju
mánudagur, nóvember 29, 2004
Fréttir um fjármál frá féhirði Jaka
Jakar hafa fengið mjög gott tilboð hjá KB banka, fá nú Jakar að kaupa dollara á aðeins 14 krónur og evrur á 17 krónur. Um að gera að fara í bankann og kaupa dollara og evrur. Stefnt er að því að skrá Jaka í kauphöll Íslands árið 2009. Í samtali við Ásgeir Jónsson hagfræðing hjá KB banka þá verður það ein mesta framför á íslenskum hlutabréfamarkaði frá upphafi. Hlutabréf ruku upp í Kjötsmiðju Bjössa í morgun þegar fréttist að Elli vínmeistari hafi stútað einum ofurborgara á föstudaginn. Varð mikil sprenging á sölu slíkra ofurborgara hjá Kjötsmiðju Bjössa sem ætlar skrá fyrirtækið í kauphöllin árið 2007 vegna þessara frábæru tíðinda. Þar sem Kanslarinn verður innan tíðar pabbi í annað sinn fá allir Jakar fríar bleyjur í verslunum landsins og þá er um að gera að hamstra aðeins þó að þið eigið engin börn. Afsláttarkort Jakanna kemur út á föstudaginn og mun það veita 87,5 % afslátt í öllum búðum á landinu og einni 93% afslátt af lánum í bönkum heimsins.
Þá er ekki fleira að frétta úr fjármálaheiminum og farið vel með peningana ykkar.
laugardagur, nóvember 27, 2004
Litlu Jólin eða Jólahlaðborð
Ég var að spá hvort að það væri einhver áhugi á að fara út að borða á jólahlaðborð eða bara öll á bæjarins bestu, svona í prófatíðinni eða bara eftir próf. hvað finnst ykkur?
Áskorun á íþróttamálaráðherra
Nú er þannig komið fyrir Jökunum að Stebbi hefur tekið áskorun um að raka sig ekki fyrr en eftir fyrsta skóladag eftir áramót. Þá er bara spurninga hvort að Doddi sé hugaður og geri slíkt hið sama þar sem hann hefur gífurlega karlmannlega skeggrót.
Hvað gerir Doddió?
föstudagur, nóvember 26, 2004
Ég ákvað að gerast munkur í gær í tilefni að því að herdís er að koma heim á Sunnudaginn og hér með lifa skírlífi það sem eftir er. NAUTS smá djók, bara að láta vita að ég kemst ekki með í Vísindaferðina á morgun þarf að passa hundana og kannski læra líka, ég veit að þetta er stór biti til að kyngja en sum ykkar skilja þetta eflaust. Allah Jihad Siempre
Himmi
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Það er ekki að vera bara vondur við einhvern einnn heldur tek ég þá bara alla í einu (fyrir utan Ingu og Stebba) Annars hvíslaði lítill fugl að mér að viddi hafi orðið árinu eldri á sunnudaginn. þetta er náttúrulega bannað, að láta fólk ekki vita, hér með kem ég með tillögu að að svona verði tekið fyrir í lögum Jaka og jafnvel sett fyrir siðanefnd. héðan í frá verða allir afmælis dagar settir inn á síðuna og hana nú!!! Til hamingju samt viddi, Frá Himma, Nilla, Halldóri & Valgerði
Himmi
Fiðringur á fimmtudegi!!
Næsta þriðjudag á að skila smá verkefni í umhverfisjarðfræði ásamt ritgerð í borgarlandfræði og flytja það verkefni. Síðan á fimmtudeginum eru skil og flutningur á fjarkönnunarverkefninu ásamt skilum á ritgerðinni í námsferðinni. Loksins hefur maður eitthvað að gera í þessum skóla!!
Í tilefni af því kemur einn léttur á fimmtudegi....
A hippie gets onto a bus and sits next to a nun in the front seat. The hippie looks over and asks the nun if she would have sex with him. The nun surprised by the question politely declines and gets off the bus at the next stop. When the bus starts on it's way the driver says to the hippie, "I can tell you how you can get that nun to have sex with you". The hippie says that he'd love to know, so the bus driver tells him that every Tuesday evening at midnight the nun goes to the cemetery and pray's to God. If you went dressed in a robe and glow in the dark paint mask she would think you are god and you could command her to have sex with you. The hippie decides this is a great idea, so on Tuesday he goes to the cemetery and waits for the nun to show up. At midnight sure enough the nun showed up, while she was in the middle of praying the hippie jumped out from hiding and says. "I AM GOD" I have heard your prayers and I will answer them BUT ... first you must have sex with me. The nun agrees but asks for anal sex so she might keep her virginity because she is married to the church. The hippie agrees to this and has his way with the nun. After the hippie finishes he stands up and rips off the mask and shouts "Ha, Ha Ha I'm the hippie!!" Then the nun jumps up and shouts "Ha Ha Ha I'm the bus driver!!"
Áróðursmálaráðherra
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Er að fara yfir UM
Þeit sem fara í vísindaferðina eru hetjur. Þetta endar alltaf í einhverju rugli. Ég er ekki skráður en heyrst hefur að Reynir J. , Himmi og Elli séu á biðlista um að komast með til að drekka frítt.
Svo virðist sem ný tískubylgja hafi skollið á Jökunum þar sem blogsíðurnar skjóta upp kollinum hver af annari. Stebbi er kominn með bílahorn og ég er kominn með síðuna Halldór í Háskóla. Endilega kíkið við www.blog.central.is/valdor
Slúður: Heyrst hefur að Doddi hafi ælt blóði eftir áreynsluna í fótboltanum í gær í Hagaskóla og hann sé reyndar að ná sér. Koma svo Doddi.
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Meistaradeildarbolti fyrir Jaka
Nú sem íþróttamálaráðherra tel ég skyldu mína að við Jakar notumst aðeins við það besta í íþróttum. Þess vegna hef ég fengið í hendurnar replica þess fótbolta sem nú er notaður í Champions League. Hann verður vígður á mánudaginn klukkan 11:15 í íþróttahúsi Háskólans. Vona ég að með þessum nýja bolta muni Elli laga miðið hjá sér og skora mörk en þó tel ég það ólíklegt.
Íþróttamálaráðherra
Vísó á fös
Ég má nú kannski ekki við meira áfengi í vetur hreinlega en það var einhver fugl að hvísla að mér að það væri áhugi fyrir vísó í flugfélagið á föstudaginn. ótrúlegt en satt þá langar mig ekki að fara en ætla samt að skrá mig. Hverjir er með?
Slúður dagsins...
Heyrst hefur að Stebbi og Ásta hafi verið að kaupa sér hund fyrir stuttu. Segir sagan að um verðlaunakyn sé að ræða þar sem hundurinn er einstaklega snoppufríður. Bíður Áróðursmálaráðherra spenntur eftir því þegar hann kemur með í ferðir fljótlega.
Náðist þessi mynd af nýja hundinum um síðustu helgi.
föstudagur, nóvember 19, 2004
Helgin!
Jæja JAKAR, hvernig leggst helgin í okkur? Á að ger aeitthvað að viti, eða ætla menn að slá þessu upp í eitthvað kæruleysi?................................................heyrst hefur að Íþróttamálaráðherrann hefur boðað komu sína á Celtic Cross!
Úrslitin úr keilumótinu
Fyrsta keilumót Jaka var haldið í gærkvöldi. Mætingin var ágæt miðað við það að þetta var fyrsta mótið á vegum Jaka. Eins og áður hefur verið sagt sigraði Elli með glæsibrag en annars voru úrslitin á þennan veginn (leiknir voru tveir leikir og stigin lögð saman):
1. Elli – 287 stig
2. Dóri – 227 stig
3. Reynir – 223 stig
4. Hilmar (Hilma) – 181 stig
5. Doddi – 159 stig
6. Nilli (Lilli) – 112 stig (reyndar lék Nilli aðeins fyrri leikinn).
7. Valgerður - 102 stig
Orðrómur hefur verið upp um ódrengilega keppni eins keppandans. Þessi úrslit eru þó endanleg og munu standast óendanlega lengi.
Íþróttamálaráðherra
Brotist inn á blogg Jaka!!! Alvarlegt mál!!!
Góðan dag Jakar.
Ég vil byrja á því að þakka þeim sem mættu á keilumótið í gærkvöldi fyrir góða, skemmtilega og drengilega keppni.
Hinsvegar eru önnur mikilvægari málefni efst á baugi í dag og tel ég það vera siðferðislega skyldu mína sem trúnaðarmanns Jaka að láta ykkur vita af þessu.
Þegar ég var að skoða þessa líka brilliant bloggsíðu, kom í ljós að bæst hafði við comment undir kveðjunni frá Ingu seku. Þegar yours truly í sakleysi sínu (aðallega forvitni samt) kíkti þar á stóð þetta þar: "At 00:41, headless lucy said...
Can you translate this?" - hvað er þetta eiginlega???!!! Þegar smellt er á linkinn "headless lucy" birtist bara önnur bloggsíða - hvað á það að þýða???!!! Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Ég heimta svör!!!
kveðja
trúnaðarmaður Jaka.
Súr að missa af þessu
Þetta verður í síðasta sinn sem Elli vinnur keilumót því ég mun mala hann næst. Frábær hugmynd að hafa keilumótið, gerum þetta fljótt aftur.
Samgöngumálaráðherra Jakanna
Nýtt útlit
Eins og allir vita þá kennir Háskóli Íslands okkur gagnrýna hugsun og hafa því lesendur tekið eftir að nýtt útlit er komið á síðuna. Sem Áróðursmálaráðherra vil ég tilkynna ykkur að þetta er hluti af þróun og þroska Jakanna til upphefðar og virðingar. Nánari uppfærslur verða gerðar fljótlega undir stjórn netnefndar.
Áróðursmálaráðherra
Áráðursmálaráðherra segir þetta ekki stórmál
Jæja gott fólk. Búið er að hafa samband við áráðursmálaráðherra Jaka og vill hann ekki meina að innbrotið sé stórmál. Ætli trúnaðarmaðurinn verði því ekki að lúta í lægra haldi því áráðursmálaráðherra virðist hafa meira vit á þessum málum en trúnaðarmaður og afsaka þau hörðu viðbrögð sem áður komu fram. Þetta innbrot hafði bara gífurleg áhrif á trúnaðarmanninn þar sem hún taldi að bloggið ætti bara að vera fyrir Jaka (og maka) og enga aðra. Fyrst þetta er komið á hreint þá mun ég ekki hafa áhyggjur af þessu í framtíðinni og mun láta fara lítið fyrir mér á næstunni.
Kveðja
Trúnaðarmaður Jaka.
Elli brillerar á keilumóti Jaka
Elías stóð uppi sem sigurvegari á keilumóti Jaka í kvöld. Sýndi hann með eindæmum fágaða spilamennsku. Reynir sem sló svo rækilega í gegn á keilumóti fjallsins um daginn og Dóri veittu Ella þó harða keppni með agaðri og í senn stílhreinni spilamennsku. Dóri byrjaði mótið af gríðarlegum krafti en slæmu kaflarnir voru einum of margir að þessu sinni. Hann á bjarta framtíð fyrir höndum ef hann heldur vel á spöðunum.
Nilli var alltof seinn í gang og náði sér ekki á strik, hann á við meiðsli að stríða sem gerðu honum oft erfitt fyrir. Hann er gríðarlegt efni. Valgerður sem hefur yfir að ráða svokallaðri "snúningstækni", sýndi fína takta á köflum en nokkur slæmur kafli í byrjun seinni leiksins gerði það að verkum að hún endaði nokkuð neðarlega. Himmi sem hefur yfir að ráða gríðarlegri tækni virðist hafa vanmetið keppinauta sína og gerði alltof marga feila sem menn á hans kaliberi eiga einfaldlega ekki að gera. Undirritaður olli gífurlegum vonbrigðum. Nánari fregnir síðar af þessu æsispennandi móti.
Íþróttamálaráðherrann
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Góða skemmtun í kvöld!!!
Ég verð að segja að þar sem ég mætti ekki á stofnfund Jaka, þá finnst mér ansi lélegt að ég geti ekki séð mig fært að mæta á fyrsta viðburðinn, þ.e. Keilukvöldið. Ég gerði mér nefnilega lítið fyrir og skellti mér til Akureyrar og er því löglega afsökuð:) Annars ætlaði ég bara að segja góða skemmtun í kvöld;)
Kveðja Inga Björk
Keiluferðin
Ég vildi bara minna á keiluferðina í kvöld þar sem gullverðlaunahafar í eldkeilunni 2004 verða meðal keppenda. Má því búast við heimsklassa spilamennsku í kvöld!!!