þriðjudagur, desember 28, 2004

Febrúarferð Jakanna

Jæja ég get loksins sett inn myndir. Ég er enn að læra á þetta svo að síðasta "publish post" hjá mér var svolítið skrítið. En hvernig er það, þurfum við ekki að fara að ákveða okkur með ferðina í febrúar svo að við getum farið að panta bústað og svona, þ.e.a.s. ef að það er áhugi fyrir því. Okkur Stebba líst mjög vel á Skorradalinn, sérstaklega af því að þetta er svo stórt hús, en náttúran í kring er líka flott. Ég er í eflingu svo að ég ætti að geta pantað bústaðinn ef að þið lofið að rústa honum ekki:)
Ég held að það fari að koma tími á næsta fund JAKANNA þar sem það þarf að plana árið 2005. Annars vona ég að allir hafi það gott um jólin og áramótin, skilda að koma allavegana 5 kg þyngri í skólan eftir áramót.

PS: hvernig er það förum við ekki að fara að fá einhverjar einkunnir!!

Hvernig er það, þarf ekki að fara að ákveða hvort halda skuli í Skorradalinn í febrúar. Ég held að samgöngumálaráðherra þurfi að fara að taka þetta mál í sínar hendur Posted by Hello

fimmtudagur, desember 23, 2004

Gleðileg jól :)

Jæja kæru Jakar.

Nú nálgast jólin og ég vona að þið eigið eftir að eiga yndisleg jól með ykkar nánustu.

Mig langaði til að óska öllum Jökum og mökum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Mega Jakar og makar ferðast víða á komandi ári og hafa gaman saman.

Jólakveðjur,
Trúnaðarmaður Jaka

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jólagleði: Annar hluti

GÓI óskar öllum JÖKUM gleðilegra jóla. Ég hitti hann í Kringlunni í dag.

Var gestur nr. 1000 og er Himmi með mynd þess til staðfestingar.

Mikið er maður ekki í stuði til að fara að gera nokkurna skapaðan hlut núna, er enn að jafna mig á bollunni síðan í gær, þvílík bolla.

þriðjudagur, desember 21, 2004

Jólagleði

Maður hefur nú bara ekki haft tíma til að lyfta sér aðeins upp eftir próf, og eftir reiðislagið frá námsferðinni er maður kannski ekki í stuði eins og er. En ætlar einhver að mæta í kvöld klukkan 20 í Öskju. Kannski verða einhverjir kennarar sem gaman væri að ræða við og jafnvel væri fínt nýta sér eitthvað af þessu fría áfengi sem er í boði.
Annars bara gleðileg jól

föstudagur, desember 17, 2004

Fór í prof í loftmyndatúlkun, svínslegt eins og vanalega, ég meina hvaða helvítis máli skiptir svertukúrfa fyrir mjúkar og harðar filmur og hliðrun í loftmyndum. Allavega hefur aldrei komið áður á prófi svo þetta var sögulegt próf. Ekki skemmdi fyrir að við höfum aldrei áður talað um það í tímum eða æfingatímum.
Skellti mér svo á Jakasíðuna og fékk þessa frábæru tölu á counternum, ég tel að Djöfullinn sjálfur hafi verið hér að verki.

Himmi

miðvikudagur, desember 15, 2004

Jólaglögg

Jæja þá er farið að líða að jólum og ég er að verða geðveikur á lestri bókarinnar Remote sensing and image interpretation. Bara búinn að lesa hana í svona viku núna, lífið snýst hreinlega þessa dagana um að lesa jörðina að ofan.
Ein svo pæling með komandi Afríkuferð ég er komin með hugmynd að því að vinna okkur inn milljarða. sko hér er pælingin, nú í ár var lagið með Band-Aid endurútgefið þarna lagið do they now it´s X-mas eitthvað. útgáfan var að 20ár voru síðan eða eitthvað álíka. Það er bara gott og blessað en það sem margir eru búnir að gleyma er að Íslendingar reyndu það sama með útgáfu lagsins, Hjálpum þeim með hjálparsveitinni. Fyrir þá sem eru ekki að kveikja þá getið þið nálgast það hér. málið er þannig að það var gefið út 1985 svo það er ekki 20 ára fyrr en 2005. hvað segið þið eigum við að slá til og endurútgefa lagið áður en birgitta, jónsi, nylon og fleiri börn Einars Bárða ákveða að arðræna íslensku þjóðina en einu sinni.
Allir að sækja lagið og byrja að æfa sig
ég panta að syngja línurnar hans Eiríks Haukssonar

Hver verður langlífastur Jaka?

Samkvæmt þessum mælingum mun ég ganga á vit skaparans 21. Júni, 2071, þá næstum 95 ára gamall. Ágætis run það.

Hvað með aðra Jaka?

http://deathclock.com/

sunnudagur, desember 12, 2004

Hvert á að fara?

Þá eru aðeins um 2 mánuðir þangað til fyrsta alvöru ferð Jakanna verður farin, en það verður þann 19. febrúar 2005 ( ef einhver var búinn að gleyma því). Hvet ég menn og konur til að fara að hugsa um hvert það vill fara og hvað á að gera þennan dag. Endilega komið með uppástungur. Tíminn er fljótur að líða og því er fínt að pæla í þessu í jólafríinu, skoða kort eða jafnvel gera kort, svo er hægt að gera sjálfvirka eða stýrða flokkun á því korti og jafnvel er hægt að setja fíltera yfir það, low pass eða high pass, leggja loftmynd yfir og rétta allt draslið upp. Bara svona hugmynd.

Svo kem ég með uppástungu um að kíkja í keilu snemma á nýja árinu áður en skólinn byrjar aftur. Það verður einhver að sigra núverandi keilumeistara sem er Elías, það hlýtur að vera næg hvatning til að mæta. Það vilja allir sigra "meistarann".

fimmtudagur, desember 09, 2004

Breytingar

fékk smá tilsögn frá Herdísi forritaranum í sambandinu. Setti inn tengla og svona teljara. Vonandi eru allir sáttir þá.

Faðir tveggja......

Sú litla lét heldur betur bíða eftir sér.......guði sé lof námsferðarinnar vegna! Fæddist 15 merkur og 53 cm með svartan lubba. Þetta var dágott púl, þetta hófst um 3 (15) á sunnudaginn og hún kom ekki í heiminn fyrr en kl. 23.44 á mánudagskvöldið! Öllum heilsast vel :-) Þá er bara að hefjast handa við að púsla saman sólahringnum með von um allt fari vel í þessum blessaða skóla!

.......erum við búin að fá einkunnina fyrir síðasta verkefnið í Borgalandfræði, þeir taka þetta til sín sem sitja í þeim kúrs?

Venlig hilsen,
KANSLARINN

miðvikudagur, desember 08, 2004

Staður vikunnar

Þar sem Jakar eru miklir ferðalangar þá hef ég bætt inná síðuna mína www.blog.central.is/valdor nýju efni sem nefnist staður vikunnar. Tengillinn á það er vinstra megin á síðunni neðarlega. Þar verður tekinn fyrir einn staður einhversstaðar á jörðinni og er ekkert heilagt í þeim efnum. Getur það verið land, borg, bær, sveit, flugvöllur, leigubílastöð eða hvað annað sem mér í hug þó að lönd og borgir séu nokkuð ofarlega í huga við val á stöðum. Þá er bara að kíkja og sjá hvaða staður á jörðinni er staður vikunnar. Þar sem vínmeistarinn bíður upp á vínsmökkun hjá sér þá er einn í hverri viku sem fær að heimsækja staðinn með mér.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Ostakarið í Heimsfréttum

rakst á þessa síðu á batman.is

mánudagur, desember 06, 2004

Hvar er vínmeistarinn?

Vínmeistarinn kemur með yfirlýsingar um það að í HVERRI viku verði kynntur nýr bjór á síðunni sem hann er sjálfur með, en hvað gerist, það þarft alltaf að reka á eftir honum með þetta. Maður bíður spenntur eftir því hvað maður eigi að fá sér um helgina og svo gerist ekki neitt. Hvað er í gangi hjá vínmeistaranum? stendur hann undir nafni? það mætti halda að hann væri á kafi í verkefnavinnu og í Háskóla ofan á allt saman. Svo lofar hann því að þetta verði komið á miðvikudaginn en það getur verið of seint fyrir suma sem fara snemma í ríkið að versla fyrir helgina. Það verður að laga þetta ástand.

Það er búið að vera frekar rólegt hérna undanfarið, ætli fólk sé ekki bara sofandi eftir að hafa gert borgarlandfræðiprófið í nótt. Allavega þá grunar mig að þarna úti séu einhverjir sem hafa eitthvað fram að færa. læt eina mynd fylgja með, Ég reyndar snyrti skeggið aðeins á laugardaginn en þetta hefði öruglega endað einhvernvegin svona.

Himmi

föstudagur, desember 03, 2004

Allir hressir í dag

Jæja vona að allir séu búnir að skila af sér námsferðinni og farnir að læra meira, því maður varður aldrei þreyttur á því að læra. langaði bara að vekja athygli á smá klausu um Kenya sem ég rakst á:
Nairobi isn't referred to as 'Nairobbery' for nothing, carry as little as possible and nothing of value. The areas around River Rd and Uhuru Park are particularly notorious for muggings, day or night, as are the beaches near Mombasa, and most encounters with the police are likely to end with money changing hands.
Gaman að þessu ég er farinn að hallast meira að því að Túnis sé skárri kostur sérstaklega þegar ég las um Health risks á kenya síðunni. Það liggur við að maður þurfi sprautu gegn dauða áður en maður fer þangað. Jæja góða helgi og gangi ykkur vel í heimaprófinu í Borgarlandfræði

miðvikudagur, desember 01, 2004

Mesta einvígi aldarinnar??

Komið hefur sá einkennilegi ágreiningur á milli siðameistara og féhirðar um hvor sé meiri bullari. Til að skera úr um þetta mál og til að finna þann sem mun bera þann vafasama titill: "mesti bullarinn" þá skora ég hér með á þá tvo til að taka þátt í einvígi sem ég stjórna og hef umsjón með.
Strákar eru þið menn eða mýs?

Ég óska hér með eftir umræðuefni til leggja fyrir þá til að bulla um...

Inga Björk , óbreyttur borgari!