þriðjudagur, maí 31, 2005

Varsja kallar

Nu erum vid Inga i Varsja og Ingibjorg a leidinni til Tallinn as we speak. Vid komum hingad snemma i morgun i rigningu og tannig leidindum. Villtumst adeins a leidinni a hostelid, en fundum tad a endanum. Gatum ekki tjekkad okkur inn strax og forum tvi ad finna okkur eitthvad ad gera.
Endudum a ad fara i tur um gamla baeinn, sem er reyndar ekkert gamall, endurgerdur eftir seinna strid. Fundum Bandarikjamann sem fer med ferdamenn i tur um borgina. Saum mynjar sidan ur stridinu og minnisvarda um ta sem bordust gegn Nasistum i borginni.
I turnum voru lika 2 Kanadamenn, 2 Bandarikjamenn og tvaer stelpur fra Nyja-Sjalandi.
Vid saum fullt af stodum sem vid hefdum ad ollum likindum ekki sed ef vid hefdum farid bara sjalf.
Inga er sofandi eins og er, vid erum buin ad vera vakandi meira og minna sidan 9 i gaermorgun.

Sidan er tad Koben a morgun og ta er haegt ad slappa af.

Maeli hiklaust med honum Nathan sem guide, haegt ad nalgast upplysingar um turana hans a Oki Doki Hostel og Nathans Villa Hostel.

Kvedjur
Elias og Inga Bjork

Kvedjum Eistland i bili

Jaeja tokum batinn klukkan 19 i kvold til Russlands, gistum a Baltic Ballarhafi i nott a skipi og verdum komin til St. Pete klukkan 7 i fyrramalid. Kojufylleri i kv0ld i klefa 307 Silja Line ef einhver hefur ahuga:) iopodinn verdur a stadnum og theytir skifum, svaka stud.
Kvedjur fra Tallinn,
Bruski karamba,
Halldor, Valgerdur, Hilmar og Herdis.

mánudagur, maí 30, 2005

TALLINN AGAIN...

jaeja komum her aftur i gaer eftir ad hafa verid ad skoda fyrrverandi geislavirkar borgir, skodad haesta foss eistlands 22m, gengid a haesta gervifjall i eistlandi 120m allt buid til ur idnadar urgangi, farid i natturulegan skog og lagt sig i haettu vegna bjarndyra.
komum um kl 16 og hittum hedisi og halldor. gedveik ibud sem vid leigdum reitt vid adal torgid og ibud med ollu m.a. nuddhornbadkari(Erum buinn ad fara 2svar), arinn, uppthvottavel osfrv. svo er bara buid ad vera chill i dag, leggjum af stad klukkan 19 a morgun til Russia og verdum thar i 3 daga. erum ad fara ut ad borda nuna, skruppum bara ut medan halldor og valgerdur bada sig. aetli madur kaupi ekki thad dyrasta a matsedlinum sem er oftast svona 120Eek eda um 600kall islenskar. madur er svo peninga verurleika firrtur herna.
jaeja aetla ekki ad gera ykkur ofundsjukari lengur
bless i bili skrifa kannski eitthvad fra Russlandi
valgerdur og halldor bidja orugglega ad heilsa en thau eru vant vid latinn i nuddbadi.

Riga: Fine city

Hallo allir

Riga tok a moti okkur i myrkri.

Tetta er fin borg og mikid ad skoda, nema a manudogum. Tvi ta er allt lokad, tad er ad segja kirkjur og sofn. Forum ad versla og versludum svolitid i 66°N budinni her i Riga. Verdin eru nokkud laegri her en heima en samt ekkert rosalega mikid.

Tad var sol i morgun, eins og venjulega, en byrjadi ad rigna i eftirmiddaginn.

Varsja i kvold og svo Koben a midvikudag.

JAKA kvedja
Elli og Inga

sunnudagur, maí 29, 2005

Eistland Goodbye!!!!

Nu verdur farid til Riga, tad er eg og Inga asamt Ingibjörgu. En Himmi, Herdis, Haldor og Valgerdur eru i Tallinn ad undirbua sig fyrir Interrail ferdina sina.

Tetta er buid ad vera skemmitleg ferd og laerdomsrik.

Skrifa meira fra Riga.

Elias Vinmeistari

föstudagur, maí 27, 2005

Helsinki

Herdis & Halldor eru maett til Helsinki mjog drukkin. Lentum kl 14 og vorum buin ad skoda alla borgina klukku tima sidar. Tokum godann kirkjutur, skodudum allar kirkjur sem hofu turna sem vid sjaum stand uppur borginni. Tad tok ca 20 min. Forum og fengum okkur peppironi pizzu nema pepporinid leit ut eins taet bjuga. Erum buin ad drekka of marga bjora a morgun er stefnan sett a skemmti og saedyra gard tar sem vi erum buin ad skoda alla borgina a 2 klukkutimum i dag og ekki mikid eftir sja. Gerum ekki rad fyrir ad koma oft hingad aftur. Aegits borg fyrir tar, roleg, hrein og fin og minnir a smabae. Okkar hlakkar til ad fara i russibana a morgun. Svo er Tallin a sunnudaginn og knus og kossar med H& V.
Kvedja herdis & halldor

þriðjudagur, maí 24, 2005

Tallinn Rocks

va hvad thad er klikkad fint ad vera i Eistlandi bloggadi sma a minu bloggi kikkid a thad bara, bid ad heilsa kvedja himmi

föstudagur, maí 20, 2005

Jökum fylgt úr landi

Það voru hressi Jakar sem hittust í Leifsstöð klukkan 05:43 í morgun, enda ástæða til því Eistland bíður. Fór með Valgerði og Hilmar upp í Leifsstöð og stuttu síðar bættust við fleiri Jakar því Reynir og Elli bættust í hópinn. Ekki var annað að sjá en að ferðin lagðist vel í þessa fimm Jakar sem halda uppi heiðri þessa merka félagsskapar og enn mun bætast í hópinn næsta föstudag þegar ég og Herdís skoðum heiminn. Ætlunin er að hitta hópinn í Tallinn 29. maí en áður ætlum við að kanna grundvöllunni fyrir stofnun Jaka í Helsinki.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Mikilvægar upplýsingar fyrir Eistlandsfara!

Ég tel það vera skyldu mína sem trúnaðarmanns Jaka að passa að þeir fari sér ekki að voða þegar kemur að ferðalögum erlendis. Því hef ég sett hér inn nokkrar mikilvægar upplýsingar fyrir Eistlandsfarana sem eiga vonandi eftir að koma að góðum notum á næstunni.

Alcohol - bæði fyrir bjórdrykkjufólk og gosbjórdrykkjufólk (eins og mig:Þ)

Estonians are true beer lovers. The most popular of the national brews is Saku Originaal, with A. Le Coq coming in a close second. This time of year, cider is also a favourite. Vodka (viin) also has a strong presence, with the Viru Valge and Saaremaa brands making the biggest splash. A very sweet liqueur called Vana Tallinn is often pawned off to tourists as a traditional drink. It was actually invented in the 1960s, and many locals won’t touch the stuff. A city law prohibits all alcohol sales between 23:00 and 08:00, so if you want to have a party, plan ahead!


Crime - better to be safe than sorry!

Tallinn isn’t any more dangerous than the average European capital, but occasionally tourists do get robbed. As always, common sense is in order: be careful who you drink with and how much (þýðir ekkert að vera á neinu fylleríi, þetta er jú námsferð!), and don’t wander into unfamiliar areas alone (ferðist ávallt í hópum), especially after dark. The most common problems to hit foreigners are pickpocketing (Viru tänav is especially notorious) - (þess vegna er gott að vera ekki með neitt í vösunum, gott að fjárfesta í svona peningabelti).


Public toilets - ef ske kynni að manni væri mál (efast samt um að ég myndi einhvern tímann fara á eitt slíkt, frekar pissa ég á mig! en gott að vita fyrir þá sem vilja ekki gera það:Þ)

Study your geometry to avoid an embarrassing situation: A triangle pointing down signifies the men’s room (M or Meeste), while the triangle pointing up is the women’s room (N or Naiste). N = ladies or M = Men


Tipping - fá fátækir námsmenn ekki undanþágu?

Until recently, Estonia was a non-tipping culture. Now; however, with more Estonians travelling the world and more foreign visitors influencing the local habits, there is a growing tendency to leave tips in restaurants. There is still no rule per se, but the general practice is to leave roughly 10% in any restaurant where you ate a full meal (en ef maður klárar ekki af disknum?) and where your bill was brought to your table (i.e., you didn’t order and pay at the bar).

Vonandi að þessar upplýsingar eigi eftir að koma að einhverju gagni í komandi Eistlandsför. Ég vil bara biðja þá Jaka sem eru að gera sig reddí að vera ekki að stressa sig of mikið og standa klár á hinu alþekkta orðatiltæki sem Íslendingar nota oft þegar þeir komast í hann krappan hvar svo sem þeir eru: þetta er ekkert mál, þetta reddast!

Sjáumst hress og kát í Leifsstöð:Þ
Trúnaðarmaður

þriðjudagur, maí 17, 2005

Guðjón Þórðarson er lygari!!!!

Aldrei á ævinni hef ég séð mann planta út eins miklu pókerfési og kauðinn gerði síðasta föstudagskvöld í Íslandi í dag. Það var deginum ljósara að þessi maður var að ljúga. Það er vitað mál að hann notfærði sér ferð sína til Englands (þar sem hann ætlaði að svipast um eftir leikmönnum fyrir Keflavíkurliðið) til þess að stunda einkasamningaviðræður við hið fornfræga félag Notts County. Ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir manninum. Hann er magnaður þjálfari en sem persóna er yfirgangurinn svo mikill að hálfa væri nóg.

Fréttin í dag kom alls ekki á óvart og sýndi svo um munar hvernig mann kallinn hefur að geyma. Hann sýndi Keflvíkingum lítilsvirðingu, ekki eingungis með því að ganga burt heldur einnig með því að kenna þeim um hvernig fór. Ég held að honum sé hollast að líta í eiginn barm.

Og eitt agnarlítið skúbb að lokum, Heiðar Helguson er á leiðinni til Ipswich ef Ipswich fer upp. Doddi, ávallt fyrstur með (íþrótta)fréttirnar.

Lifið heil,
Íþróttamálaráðherrann

En og Aftur Vindlastofan

Fékk annan póst frá Vindlastofunni hún Heisi vill greinilega ekki að við verðum fyrir vonbrigðum. Hér er bréfið:

Hello,

You are very welcome to visit us at any time but...on May 20th our smoking lounge will be reserved from 7 pm till the end of the day. If you stay for a weekend we hope you come over on Saturday or Sunday!

P.S. You can wear jeans and shirt or whatever you feel comfortable with;-)

See you next weekend

at La Casa Del Habano
Dunkri str. 2, Tallinn

open from 10 pm till 12 am on Monday to Saturday
from 12 pm till 6 pm on Sundays


Heidi Sauemagi

Góða ferð!!!

Jæja JAKAR, er komin tilhlökkun í menn ? Og konur? Djöfull hefði maður verið gaman ef kallinn hefði getað komið með í þessa ferð! HA! Öfunda þá sem að munu sitja í þessari sveittu vindla/koníaksstofu, það er á hreinu að það hefði verið minn heimavöllur. En jæja ætla hætta þessu væli..... B.S.inn er svo gott sem kominn í höfn og ef einhverjum langar að hitta á mig þá verð ég vistaður á Kleppi fram yfir verslunarmannahelgi. Þetta var nú meiri geðveikin.....ráðlegg öllum þeim sem að ætla sér að klára í haust að byrja skrifa strax í júní.....ekkert korter í kjaftæði!

Jæja ætla að fara hætta þessu bulli og góða ferð....það verður nú svolgrað 2 baukum fyrir kallinn! Reynir þú sérð um það!
p.s. þeir sem að eru á leið til Russia þá bið ég að heils Vladimír!

Skal.....glugg glugg gluug glugg glugg

Kveðja,
Óðalsbóndinn aka KANSLARINN

laugardagur, maí 14, 2005

Stórfréttir úr Selásnum

Jæja, þá er maður búinn að eignast lítið sætt afkvæmi. Nú í morgun fæddi ein af rollunum sitt fyrsta lamb og var hún einlembd. Von er á allavega tveimur lömbum í viðbót þar sem tvær aðrar rollur eiga líka von á sér á næstu dögum. Var mikil gleði uppi í Þingás 28 í morgun þegar þessar fréttir bárust og fóru allir upp í fjárhús að bera nýjasta fjölskyldumeðliminn augum. Ætla ég að skella mynd inn við fyrsta tækifæri og vonandi verður það fljótlega.
Kveðja,
Áróðursmálaráðherra

fimmtudagur, maí 12, 2005

Fyrir Eistlandsfara og vindlaáhugamenn

Ég ákvað að komast að niðurstöðu um hvert það sé einhver dress-code inn á vindlastofuna í Tallinn og senda smá póst á www.havanas.ee
bréfið var svo hljóðandi:

Good morning
We are Three young gentlemans from Iceland, arriving in Tallinn the 20th of May and we sure want to visit your Cigar Lounge. We were just wondering if there are any dress-code in your lounge or is it ok to wear jeans and shirt.
Looking forward to visiting your Cigar Lounge
yours sincerly
Hilmar Kristjansson

fékk svo svar frá henni Önnu Petrovu

Dear Mr. Hilmar Kristjansson
We welcome you to La Casa Del Habano in Tallinn. There is no formal dress code, all we suggest is to dress smart and be comfortable within the surroundings. The shop and Lounge is open from 10am till 12 midnight Monday to Saturday, and 12pm to 6pm on Sundays.
Best Regards

Þá vitum við það, Hefði kannski átt að láta nöfnin fylgja (Sir Hilmar ímyndasköpuður , Duke Elli vínmeistari og Sgt. Reynir áróðursmálaráðherra)
Það verður gaman að sjá svipinn á Önnu þegar þrír vitleysingar koma veltandi inn og biðja um feitasta vindilinn sem hún á.
Ég er ekki frá því að maður sé farinn að hlakka pínulítið til

miðvikudagur, maí 11, 2005


Varð þess heiðurs aðnjótandi að vera gestur númer 8000 á Jökuml.
Halldór

Eistland

Jæja, núna er farið að styttast í Eistlandsferðina hjá nokkrum Jökum. Svona í tilefni þess að prófin eru búin hjá mér þá langar mér að deila einum link með ykkur.

http://www.beerhouse.ee/

Ég held að þetta sé málið. Bjórhúsið í Tallin bíður upp á bjór sem að er bruggaður á staðnum og það gerist nú ekki betra held ég. Ég neita því ekki að það er komin mikil tilhlökkun í mann en fyrst þarf víst að redda ritgerðinni áður en haldið er af stað.

mánudagur, maí 09, 2005

Ísland í dag

Það var í borg í Brasilíu sem heitir Rio de Janeiro árið 1992 sem Íslendingar skuldbundu sig ásamt 178 öðrum löndum til þess að vinna markvisst að sjálfbærri þróun. Til eru nokkrar skilgreiningar á því hugtaki en sú sem að við þekkjum helst hljómar nokkurn veginn á þann veg: ,,Þróun, sem mætt getur nútímakröfum án þess að stofna í hættu möguleikum komandi kynslóða til að fá sínum kröfum mætt.“ Erum við Íslendingar að standa við þann sáttmála með því að drekkja stærsta ósnortna víðefni í Evrópu ásamt því að skuldsetja landið upp á hundruð milljarða? Er ekki gengið á möguleika komandi kynslóða með þessum hætti? Ríkisstjórnin talar um hagvöxt og arðbæra framkvæmd. Það yrði líka arðbært að stífla Jökulsá á Fjöllum og Hvítá í Árnessýslu. Ætli það sé næst. Svona hugmyndir renna í gegnum huga manns þegar maður les fyrir próf í umhverfi og skipulagi. Það er mitt starf sem Áróðursmálaráðherra Félags Háskólamenntaðra Útilegumanna að upplýsa alþýðuna. Loksins kom fyrsti áróðurspakkinn frá mér og ætla ég að enda þessa stuttu grein mína á orðum sem að indjánahöfðinginn Chief Seattle sagði í frægri ræðu árið 1854 í New York: ,,Við fengum jörðina ekki arf frá forfeðrum okkar, heldur fengum við hana að láni frá börnunum okkar.“

Málstaðurinn lifir,
kveðja
Áróðursmálaráðherra Jaka

sunnudagur, maí 08, 2005

hér er svo ein svona í lokin þegar við erum næstum kominn upp úr iðrum jarðar

Himmi

víða voru öfug grýlukerti flest yfir mannhæð á hæð :)

Himmi

Hér er hópurinn áður en við lögðum af stað til baka, þess má geta að allir héldu í sér andanum því það kom svo mikil móða þegar maður andaði

Himmi

Hér koma nokkrar myndir frá Hellarannsóknarferðinni, Tölvan mín er að gefa upp öndina svo þetta kemur frekar seint

Himmi

föstudagur, maí 06, 2005

Nú var það svart!

Fimm Jakar kíktu í hellaferð í gær fimmtudag. Raufarhólshellir varð fyrir valinu og var ótrúleg sýn sem blasti við okkur þegar inn var komið, grýlukerti um allt og ís, grýlukertin stóðu upp úr gólfinu sem er mjög sérstakt og minnt helst á atriði úr myndinni Alien. Gengið var inní hellinn þar til dagsbirtan var horfin og við tók myrkrið sem var ansi svart. Komu þá höfuðljós sér vel enda ekki hægt að komast þangað án þeirra. Hellirinn er um 1350 m langur og var farið svona 300-400m inní hellinn. Þegar lengra var komið inní hellinn var loftið þyngra og rakinn mikill og varla var hægt að taka myndir vegna móðu á linsum. En teknar voru nokkrar myndir sem koma líklega inn síðar. Er ekki með þær í tölvunni hérna í vinnunni. En frábær ferð við erfiðar aðstæður.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Raufarhólshellir

Raddir hafa verið uppi um að heimsækja Raufarhólshelli á fimmtudaginn þar sem að það er frídagur almennt. Öllum Jökum og mökum er leyfður aðgangur og mælst er til þess af áróðursmálaráðherra að fólk sé vel skóað og með einhverskonar höfuðvörn. Höfuðljósaklúbburinn vill svo hvetja alla meðlimi um að hafa höfuðljósin klár og auka batterí meðferðis.
Kveð í bili
Hilmar Ímyndasköpuður

mánudagur, maí 02, 2005

Úff munnlegt próf

Nýbúinn í munnlegu prófi hjá Skipulagsstjóra ríkisins og Trausta Valssyni Arkitekt og Skipulagsfræðingi. Úff, kallinn svitnaði soldið á kantinum. Gangi öllum Jökum vel í prófunum.

Raufarhólshellir


Ég og Sólrún skelltum okkur í eina létta ferð í gær. Svona til tilbreytingar þá ákvað ég að draga hana með mér í hellakönnunarleiðangur. Hérna má sjá skiltið um hellinn. Hann er meira en þúsund metrar á lengd og mjög flottur. Var samt ekki genginn til enda sökum skorts á búnaði. Það verður gert fljótlega hins vegar.

Svolítið drungalegt


Hérna sést inn í hellinn.